Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 100
98
sig á, að varlega er farandi eftir munnlegum frásögn-
um. Og hann á enn eftir að komast að raun um, að
hviksögur hans reynast ekki sannari fyrir það, þó að
hann káki eitthvað við að sannreyna þær, né trúlegri
fyrir það eitt, að þær komast á prent.
Gils segir ennfremur (Frá y. n. II, bls. 80), að enn
séu á kreiki sögur af viðskiptum önfirðinga og prests-
konunnar í Holti, en „sinnar þeirra verða að teljast í
hispurslausasta lagi“. Hann færir í letur tvær af þeim,
„sem ættu að vera algjörlega meinlausar“, segir hann.
Þessar sögur eru ekki út af eins meinlausar, eins og
Gils lætur í veðri vaka. Þær eiga að gjöra prestskonuna
í Holti hlægilega, en þær lýsa glögglega innræti óvina
hennar í önundarfirði.
önnur sagan er af formanni, sem gjörzt hafði „góð-
kunningi Þorvalds“, og hafði það fyrir venju að senda
prestinum í soðið um hverja helgi, er formaður kom
heim úr verstöðinni. Eitt sinn buðu prestshjónin þess-
um góðkunningja að neyta með sér máltíðar af sprök-
unni, sem hann hafði sent þeim daginn áður, og þá
formaður það. En er hann sér heilagfiskið fram borið,
vekur hann viðbjóð á því með því að lýsa sóðalegri með-
ferð sín og annarra á fiskifangi. „Sagt var, að madam-
an hefði þegar staðið upp frá borðum og látið fleygja
öllu, sem eftir var af sprökunni, út á haug. Upp frá
þeirri stundu þverneitaði hún að þiggja soðmatargjafir
formannsins", segir Gils (Frá y. n. II, bls. 81). Þessi
önfirzki öðlingur leysti sig þannig undan matgjafa út-
látunum. En trúað gæti eg því, að hverjum, sem hefir
lesið eða heyrt þesssa sögu, rynni hún í hug, er hon-
um er boðið fiskifang úr önundarfirði.