Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 105
103
einkunn en annarri lakari. Þetta virðist benda til þess,
að þessi fimm ár hafi verið gjörðar strangari kröfur við
prófin en að jafnaði endranær. Annars vita allir skjm-
bærir menn, að próf eru alls ekki óyggjandi mælikvarði
á hæfileika manna. Söm er þó gerðin sagnaritarans,
að hampa framan í almenning þessari laklegu einkunn
sira Stefáns, honum til niðrunar.
Gils eyðir ekki minna en átta blaðsíðum í Frá y. n. II
til þess að ófrægja minningu sira Stefáns með lýsingum
á honum og hviksögum um hann, en segist þó mörgu
verða að sleppa ýmissa hluta vegna. Meðal annars segir
hann um sira Stefán (bls. 100): „Prestur var fram
úr hófi hæðinn og meinyrtur, enda flestum mönn-
um fundvísari á snögga bletti náungans. Var ekki laust
við að sumum þætti tunga hans hvöss og mörg þau
skeyti eitri blandin, sem þaðan komu. Eitt var það
tiltæki hans, sem illa mæltist fyrir, en ýmsir höfðu
skemmtun af, en það var að hann uppnefndi þorra
manna í sóknmn sínum. Svo gaman þótti klerki að þess-
um hlálegu nafngiftum, að hann notaði uppnefni sin
öllum stundum, er því varð við komið“.
„Dælt es á dauðan að ljúga“, og er hætt við, að sira
Stefáni sé hér eignað meira, en hann átti. Hefði sira
Stefán verið sannur að sök um uppnefnin á þorra sókn-
armanna, þá er næsta furðulegt, að honum skyldi hald-
ast þetta tiltæki uppi vítalaust í öll þau 29 ár, sem
hann var prestur í Holti, og að hann sé nú fyxst víttur
fyrir það opinberlega, þá er hann hefir legið nálægt
hálfan fimmta tug ára í gröf sinni. Uppnefni virðast
hafa verið á sveimi þar vestra löngu áður en sira
Stéfán fluttist þangað, eins og sjá má af ýmsum sögum