Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 125
123
yndi færir, eyðir sorg,
yngismærin Sigurborg.
Mér varð þessi vísa minnisstæð, af þvi að eldri systir
mín stríddi mér með henni og sagði, að þar væri sagt,
að strákum þætti vænt um mig.
Ég held, að í þá daga hafi Símon aldrei náð þessari
spilandi kátínu, ef hann kom á bæ þar sem var engin
ung stúlka. Hann var áreiðanlega í essinu sínu, þegar
hann var að sniglast í kringum Kristínu og strjúka hana;
það var eins og hann væri að leika, hann gat gert sig
svo skritinn í framan, þegar hann var að strjúka hárið
upp frá enninu með fingrunum og segja „eelkan mín“.
Þegar hann fór frá Harastöðum, var næsti bær Ytra-
fell. Þar var engin ung stúlka. Þá kom lika annað hljóð
í strokkinn:
Fellið ytra fyrðar vitrir þekkja;
engar jómfrúr eru þar,
allt eru tómar kerlingar.
Svona valt á ýmsu með lukku Símonar á þessu sviði,
eins og sjá má á eftirrituðu.
Næst á eftir Ytrafelli, kom hann að Kjallaksstöðum.
Þá hefir honum látið lífið, því að þar var rík og falleg
heimasæta. Hún fékk víst marga fallega bögu. Ég heyrði
enga þeirra, en eina vísu heyrði ég, sem hann orti um
Jónas bróður Stínu, sem áður getur. Hún er svona:
Jónas pínum horfinn hér
hringa línum geðjast fer;
gefur sína systur mér,
sem að Stína kölluð er.