Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 113
111
andi, jafnvel eitri blöndnum. Gamansemina hafSi hann
á reiðum höndum, og stráði henni úr nœgtabúri auS-
legðar sinnar.1) Var hann hverjum manni skarpsýnni
á það, sem skoplegt var eða broslegt mátti gera, og kunni
á slíku réttu tökin“. — Það er óhætt um það, að sira
Janus hefði brosað að þessari klausu!
Ekki tel ég það neitt þakkar vert, þótt Gils fari frem-
ur hlýlegum orðum um sira Pál Stephensen (prest í
Holti 1908—1929), hið glaðværa góðmenni, sem engan
viidi styggja né hryggja. En ekki getur hann þó stillt
sig um að hnýta ofurlítið í sira Pál og segir á bls. 118:
„Mjög þótti hann hneigjast til víns um miðbik æfinnar,
en lagði það af á efri árum. Búmaður var hann enginn
né áhugamaður um messugerðir“. Lakara er hitt, að
nokkrum línum neðar á sömu blaðsíðu, er Gils með
dylgjur um ,ýmsa galla á embættisfærslu, sem öllum
voru auðsæir“. Allar dylgjur og svigurmæli eru ills-
viti, illu valdandi og oftast nær villandi fyrir ókunnuga.
Lítur helzt út fyrir, að Gils sé hér að reyna til að
gjöra úlfalda úr mýflugu fyrir augum lesendanna, vekja
hjá þeim grun um fleiri og stórvægilegri galla á
embættisfærslu sira Páls en þá, sem Gils hefir áður get-
ið. En úr því að honum þótti svo áríðandi að minnast
opinberlega á þessa ýmsu „galla á embættisfærslu, sem
öllum voru auðsæir“, þá var það hreint og beint dreng-
skaparskylda hans að segja lesendunum afdráttarlaust,
hverjir þessir ýmsu gallar voru. — Þeirri drenglund er
ekki hér að heilsa.
1) Leturbreyting mín. Þ. J.