Skírnir - 01.01.1882, Qupperneq 18
20
ENGLAND.
Njósnarmennirnir báru góð kennsli á þenna mann, því hann
hafði verið riðinn við uppreisnina 1848, enda Ieið ekki á löngu,
áður hann var tekinn höndum, og síðan settur í varðhald í
Dýflinni. En hjer kom sá krókur á móti bragði, að fám dögum
siðar var Stephens horfinn úr varðhaldinu, og til hans spurð-
ist ekki fyrr enn hann var kominn til Newyorkar. þess urðu
fleiri dæmin, að Englendingum varð ekki haldsamt á band-
ingjum sínum. Vjer látum þessa því getið, að það var Ste-
phens, sem stofnaði til nýrrar uppreisnar, og kom bæði mönnum
og vopnum til Irlands frá Ameríku 1866, en það var það ár,
að stjórnin, sem við öllu vildi vera búin, tók enn úr gildi
mannhelgilögin á Irlandi. I umræðunum um afnámið, varð sú ný-
lunda, að tveir ræðusnillingar þingsins (málstofunnar neðri), Bright
og St. Mill, tóku til andmæla gegn frumvarpi stjórnarinnar, og
sýndu mönnumframá, að)írar bæru ekki alla sök á baki, en þeir
annmarkar væru 'á öllu stjórnaratferli Englendinga eða meðferð
þeirra á Irlandi, sem mál væri komið við að kannast. Á einum
stað ræðunnar komst Bright svo að orði: „Væri það allt á
valdi ennar írsku þjóðar, sem hún vill, þá mundi hún slita ey-
land sitt upp frá mararbotni og flytja það 2000 (enskra) mílna
í vestur í minnsta lagi“. Efni ræðunnar var, að stjórnin yrði
að hverfa frá gamalli venju, ef vel ætti að fara. Stuart Mill tólc i
sama strenginn, og líkti stjórninni við skipstjóra eða skólastjóra,
sem gætu ekki komið neinu tauti við skipsmenn sína eða skóla-
drengi, nema beitt væri barningum eða öðrum harðræðum.'
þegar svo bæri við, þá dyldist fæstum mönnum, að eitthvað
mundi vera að stjórnmennskunni. Stuart Mill talaði þá lílca
um heimalöggjöf á Irlandi og um mótbárur stjórnarinnar og
annara í móti henni, og taldi þær langt um ljettvægari enn
flestum þætti. f>ó báðir hefðu opt áður mælt fram með þeim
lagabótum, sem gætu þýðt hug ennar írsku þjóðar að sam-
bandinu við England, mun þó mega kalla, að frammistaða
þeirra Brights í þetta skipti hafi orðið upphaf alls þess rjett-
sæis er síðan hefir komið fram við Ira, og allra þeirra rjettar-
bóta þeim til handa, sem þeir Gladstone, Bright og fleiri
Viggaskörungar hafa siðan fengið framgengt. — Afdrif upp-