Skírnir - 01.01.1882, Page 28
30
ENGLAND.
yfir öllu, jafnvel sjálfri varðhaldvistinni, og seinast hefði honum
farizt svo orðin, að hann byggist eklci við bráðri lausn, og
hennar óskaði hann minnst, því hún gæti ekki á annað vitað,
enn það, að írar hefðu látið undan kúgunarvaldinu og heykzt
á málinu. Hann segir, að Parnell sje þreklegur og einarð-
legur maður, og elcki eldri enn 35 ára. Einn af þeim mönnum,
sem höndlaðir voru, heitir John Dillon (þingmaður). Hann
er mjög heilsulasinn, ogvar honum sleppt um stund, en þegar
hinir vildu selja honum forstöðuna fyrir fjelaginu, var hann
settur inn aptur. Sökum heilsubrestsins hefir Forster ráðherra
boðið honum lausn síðan optar enn einu sinni, en Dillon hefir
í hvert skipti vísað því boði af hendi. Um þá daga er stjórnin
ljet keyra þá Parnell í varðhald, gerðist afar róstusamt í Dýfl-
inni, Cork (kjörstað Parnells) og víðar, og stjórnin varð að
auka drjúgum liðsafla sinn, því atvígi og allskonar ódáðaverk
fóru lengi fram úr öllu hófi, en hinir handteknu menn sendu
ávarpsboð frá sjer til fjelags sins og- bændanna, og eggj'uðu
þá enn sem fastast að halda öllum afgjöldum aptur. jbetta
bætti ekki utíi, sem nærri má geta, en margir kváðust hlíða
boðunum af ótta fyrir illum heimsóknum. Nú tók stjórnin það
til ráðs, að óhelga sjálft bændafjelagið, og leggja bann fyrir
fundi þess og allar atgjörðir, og var það látið sæta atförum
og handtökum, ef á móti væri breytt. Löggæzluliðið fjekk nú
tvefalt meira að starfa enn fyr, en bágt við öllu að sjá eða
komast eptir hverju einu. Svo var, til dæmis að taka, um
boðsbrjef þeirra Parnells, að það var varðhaldslæknirinn, sem
kom því á framfæri. Hann var sjálfur einn af fjelagsmönnum,
og er þetta komst upp, var honum vísað frá embætti. Seinna
fengu þó bandingjarnir færi á að koma öðru ávarpi frá sjer
út til almennings. Aulc bændafjelagsins var annað samband,
sem nú mundi sízt halda kyrru fyrir, en það var „samband
enna írsku kvenna“, og hafði það hið sama fyrir stafni, og
þótti engu framkvæmdarminna í því að efla samheldi til mót-
stöðunnar. Forstöðu fyrir þessu fjelagi hafði systir Parnells,
Anna að nafni, ötull og ráðugur kvennskörungur. Fám
dögum á eptir handtöku Parnells og annara oddvita bænda-