Skírnir - 01.01.1882, Page 33
FRAKKXAND.
35
göngu, því hinir höfðu allmikið lið fyrir. þegar Frakkar komu
á land varð lítið úr viðtökunni, og sveitir Araba hurfu þá upp
til landsbyggða og íjalla, en borgarbúar hlutu að sæta þungum
sektum — 15 milliónum franka — og leggja það allt fram
við lið Frakka, sem heimtað var. það fór eins í Túnis og
Alzír, aðe Frakkar gátu lítið sem elskert að hafzt meðan hitinn
var megnstur, eða sótt frá ströndum upp í landið til að bæla
niður uppreisnina og berja á óaldarflokkunum. I meir enn
þrjá mánuði mátti kalla, að uppreisnarmenn ljeku lausum hala,
og þeir svifust ekki að gjöra áhlaup til rána og drápa i grend
við höfuðborgina og fleiri hafnarborgir. Tvisvar rjeðust þeir á
herstöðvar liðsforingja jarlsins, Ali Bey, i síðara skiptið snemma
í októbermánuði, og mundu hafa unnið honum meira tjón, ef
her Frakka hefði ekki verið svo nærri og sent honum liðveizlu.
Sem áður er á vilcið, vannst honum ekkert á sökum þess, að
menn hans voru ótraustir, þar sem þeir skyldu vega á móti
löndum sínum og trúbræðrum. það var og í byrjun októbermán-
aðar, að 600 Araba rjeðust á járnbrautarstöð (15 mílur í vestur
frá Túnis, þar sem Ued-Zargúa heitir) og drápu þar 17 franska
menn og brenndu stöðvarskálann. I miðjum mánuðinum tóku
Frakkar til sókna upp í landið og höfðu þá eflt svo lið sitt,
að þeir höfðu hjerumbil , 50—60 þúsundir hermanna í
Norðurafríku. þeir beindu höfuðsókninni upp að 'þeirri borg,
sem Kairvan heitir. Hún liggur í landsuður frá Túnis, og er
hin helgasta borg landsins, eða einskonar helgistöð Múhameðs-
trúarmanna i Norðurafríku, og er gvo talið, að þeir menn sem
ferðist þangað sjö sinnum á æfi sinni, geri sjer hið sama til
sáluhjálpar (Paradísarvistar) Og hinir, sem gerast pílagrímar til
Mekku. Miklu varðar það og til eilifrar sælu að deyja í þessum
ginnhelga stað og eignast legstað þar í grendinni. , þar er eitt
hið mesta musteri, sem til er í Afriku, reist á 7du öld*), og
má nærri geta, að kristnir menn mundu hjer vargar í
*) Frakkar segja, að í þessu musteri sje mikil bóklilaða, og þar muni
finnast mestu fágseti handrita frá þeim öldum, er Márar voru forkólfar
annara þjóða í bókmenntum og vísindum.
3*