Skírnir - 01.01.1882, Page 34
36
FRAKKLAND.
vjeum, þar sem þeim hefir ekki verið óhætt að koma inn i
borgina utan með leyfi borgarstjórans og mikilli sveit vopnaðra
manna, sem hann hefir fengið þeim til fylgdar.*) Frakkar
munu því hafa haldið með her sinn að þessari borg, að þeir
ætluðu að Arabar mundu hjer hafa höfuðafla sinn fyrir og
verja hana til þrautar. Sú ætlun brást, því þó vopnaviðskipti
yrðu á leiðinni við riddarasveitir Araba, þá hurfu uppreisnar-
flokkarnir á burt, þegar her Frakka nálgaðist borgina, og nú
brá svo við, að margir borgarmanna ljetust vera komu þeirra
fegnir, því daginn áður hafði einn kynflokkurinn látið greipum
sópað um eignir borgarbúa. Frakkar settu lið i kastalann og
á ymsar stöðvar fyrir utan borgina, og sendu þaðan sveitir til
eptirfara, en uppreisnarmenn veittu lítið viðnám, þó fundir
yrðu, og dreifðu sjer heldur og leituðu sjer hælis í fjall-lendinu.
Frá miðjum nóvembermánuði urðu engir atburðir í Túnis, svo
að tiðindum sætti, og um árslokin kölluðu Frakkar, að allt
væri kyrrt, en þeir höfðu þá skipt svo her sínum á varð-
stöðvar — bæði í öllum hafnaborgum og á landi uppi — sem
þeim þótti þörf á til friðargæzlu. „En til hvers er þessi leið-
angur farinn, sem svo miklu hefir verið til kostað?“ Svo hafa
menn spurt, bæði á Frakklandi og annarstaðar, þvi það þykir
þó auðsætt, að erindið hafi þó verið annað og meira enn berja
á Krúmirunum. Yfir svörum stjórnarinnar hefir ávallt verið
einhver hulda, svo það hefir verið bágt að átta sig á þeim
til fulls. Barthélemy St. Hilaire (ráðherra utanríkismálanna)
lagði alltaf sárt við, og sagði ekkert fjær ráði stjórnarinnar
enn það að vinna Túnis með vopnum eða álima það land-
eignum Frakka i Afríku. þeir hefðu ofmikið að vinna i Alzír
*) Einum ferðamanni segist svo frá, að hann hafi orðið að bíða fyrir
utan borgarhliðið, til þess leiðsögumaður hans (þarlendur) hefði fært
borgarstjóranum meðmælingarbrjef frá jarlinum sjálfum, og lcomið aptur
með vopnaða menn til fylgdar i borginni. J>egar inn var komið, var
sem rýtingar stæði úr hverju auga, en kallað til ferðamanna: «ó,
hundar og hunda synir!" og til konu, sem með þeim var: >byrgðu
fyrir andlitið, sltömmin þín!> — Svo þýddi leiðsögumaðurinn köllin,
þegar út var komið.