Skírnir - 01.01.1882, Page 43
FRAKKLAND.
45
þjóðvaldsvina. I ágúst tók Gambetta aptur til ferða, og hjelt
ræður á ymsum stöðum til að búa hugi manna undir kosning-
arnar, sem þá fóru í hönd. f>á var mjög mannkvæmt til sýningar
(listagripa) í þeirri borg, sem heitir Tours, og Gambetta komst til,
þegar loptbáturinn bar hann frá París 1870 úr herkví þjóð-
verja. Hann kom hingað i byrjun mánaðarins, og var honum
tekið með alúð og virktum. Borgarstjórinn mætti honum á
járnbrautarstöðinni og minntist í kveðju sinni á þrautadaga
Frakklands, en Gambetta svaraði, að þeir hefðu þó fengið
góðan enda, er þjóðveldið hefði borið sigur úr býtum. Um
kveldið (4. ágúst) hjeldu borgarbúar honum veizlu, og voru í
henni 500 manns. Hjer flutti Gambetta langt erindi og taldi
fram víti og syndir öldungadeildarinnar, meðferð hennar á
skólalögunum og á listakjörsfrumvarpinu. Hann ljet menn vita,
að bæði mundi þetta mál verða aptur upp tekið, og þvi mundi
fylgja uppástunga um breyting á kosningum til þeirrar deildar
og um takmörkun á rjetti hennar andspænis hinni deildinni.
Ræðan var ein af snilldartölum Gambettu, og var að henni
bezti rómur gerður, og því ekki sizt, er hann kvazt „ávallt
mundu af einlægni hávirða Jules Grévy, manninn rjettláta,
Frakklands ypparsta þegn, er nú stæði við stýri rikisins“.
Niðurlagi ræðunnar var og vel fagnað, er hann bað menn engu trúa
er sagt væri um kapphlaup sitt til æztu valda, en í einu vildi
hann við hvern mann keppa: „að fylgja fram rjettu máli og
gera skyldu sína“. Næstu ræðuna hjelt hann í Belleville (kjör-
þingi sínu) í París, efnið var líkt, sem vita mátti, en hjer tal-
aði hann um horf Frakklands til annara rikja og afskipti þess
af útlendum málum. Hann rjeð til gætni og varúðar utanríkis,
en kvað það vera trú sína, að Frökkum mundi takast að semja
svo við granna sína, að það kæmi aptur, sem tapazt hefði, „og
hátign rjettarins mundi skera svo úr upp á siðkastið, að bræð-
urnir fráskildu mundu ná aptur þvi sambandi sem hvorutveggju
þreyðu“. Eptir það sögðu margir, að nú væri auðsjeð, að
Gambetta væri þegar farinn að tala eins og stjórnarforsetum
væri tamt, enda mundi það vita á nálæg tíðindi. Tveimur
dögum siðar (15. ágúst) talaði Gambetta á öðrum stað í Belle-