Skírnir - 01.01.1882, Side 44
46
FRAKKXAND.
ville á þeim hávaðafundi sem fyr er um getiðf þar sem hann
skeytti skapi sínu á róstusvolunum. Vjer höfum að framan
sagt frá, hvernig kosningarnar gengu, og menn fór nú að
gruna, hvernig fara mundi, þegar þingið nýja tæki til starfa
sinna, og að hann mundi fara úr forsetasæti fulltrúadeildar-
innar í formannssæti stjórnarinnar. Vjer höfum áður getið
þess, hvernig þetta rættist í nóvember (þ. 14.), en viljum hjer
minnast enn á þrjú mannamót, þar sem Gambettu gafst færi á
að tala til alþýðunnar og innræta löndum sínum kenningar
sínar og minna þá á skyldur og kosti góðra þegna. I „Skírni“
1880 (37. bls.) er eins prófessors getið, Pauls Berts, fyrir tölu
hans á þinginu um kennslubækur Jesúmanna. Hann er alda-
vinur Gambettu. Maðurinn er prófessor í líkskurðar- og líf-
færafræðum og sagður heldur lítiltrúaður á hin kirkjulegu.
28. ágúst flutti hann einhverja fræðatölu á stað, er Cirque
d’hiver heitir, og skyldi borgunin fyrir aðgöngumiðana
ganga til skóla og bókasafns í Belleville. þar kom þá lika
Gambetta, og voru fyrir eigi færri enn 6—7 þúsundir áheyr-
anda. þegar hann kom, var Massilíusöngurinn sunginn, og við-
tökurnar voru svo fagnaðarmiklar, að Gambetta varð að tala
á undan vini sínum. Hann byrjaði á því, að stjórnin og
þingið (fulltrúadeildin?) hefðu játað og gert sjer skylt, það sem
væri höfuðskylda hverrar stjórnar, að bæta uppfræðingu ungra
manna, því framfarir lýðsins væru undir því komnar, að sá
farareyrir sem náttúran hefði veitt manninum á lífsleiðina, vitið
og skynið, næði að eflast og þróast og bera ávöxtu. Slíkt
væri fallið bæði til frelsis og friðar og til alls rjettlætis upp-
fyllingar; en sigur rjettlætisins, mannúðarinnar og friðarins væri
sigur sannrar trúar. I upphafi ræðu sinnar þakkaði Paul Bert
Gambettu fyrir komuna og ræðuna, og kallaði hann „þegn-
skörunginn mikla“, sem fleirum hefir verið titt, er hafa flutt
honum heiðurskveðjur. — 4. sept. („Sedandaginn11) var afhjúp-
aður í Neubourg (í Normandí) minnisvarði eins af þjóðskör-
ungum Frakka, sem þar er borinn. Hann heitir Dupont de
L’Eure, látinn fyrir rúmum 20 árum. Hann hafði á ungum
aldri tekið þátt í byltingunni miklu 1789, og borið sömu ást til