Skírnir - 01.01.1882, Page 55
SPÁNN.
57
nálega í einu hljóði fallizt á, að flokkurinn skyldi styðja riki
Alfons konungs og að fulltrúar lýðvina skyldu fylgja á þinginu
svo frjálslyndum manni sem Sagasta væri.*) f>etta efndu for-
ustumennirnir líka á þinginu, er ræðt var um andsvaraávarp
þingsins til konungs, og gengu hart á móti Karlungasinnum og
páfavinum. Emilio Castelar, foringi þjóðveldismanna — þeir
eru 12 á þinginu — sagðist vilja fylgja stjórninni í öllum frjáls-
legum atgjörðum, en hann vildi fyrir það aldri sleppa trú
sinni á ágæti þjóðveldisins og þess sigur á Spáni. I sömu
umræðum höfðu sumir af enum „yztu hægra megin“ (Karlunga-
og klerkavinir) minnzt á ófrelsiskjör páfans, og sagt að Spán-
arkonungi væri skylt að styðja mál hans til endurreisnar ver-
aldarvaldsins. þessu mótmælti Castelar í ræðu sinni með
snilld og rökum, og sagði sjer ekki geta betur sýnzt enn að
Leó 13di rjeði ráðum sínum og færi svo að öllu, sem sá er
nyti fulls frelsis, en hitt mundi sízt gegna þörfum kristninnar,
að gera hann aptur að veraldlegum höfðingja.
Erfiðasta verkefni stjórnarinnar á Spáni er að koma jafn-
vægi á útgjöld og tekjur ríkisins. Slculdirnar eru afar miklar,
og þó leigum af þeim, er goldnar skulu innanríkis, væri hleypt
niður 1876, þá hefir jafnan hallað á útgjalda megin. Nú hefir
stjórnin þó gefið ávæning um, að tekjur og útgjöld standist á'
1882. Annars er verzlunarhagurinn hinn bezti, og útflutningar
— einkum af víni og járni — í góðum vöxtum. 1880 var
helmingi meira flutt af vini til annara landa enn 1878, og af
járni sexfalt meira.
þegar fjöldi Gyðinga flúði i fyrra suður á Tyrkland frá
Rússlandi undan ofsóknunum, fann einn auðugur Gyðingur í
Miklagarði sendiboða Spánarkonungs að máli, og bað hann
spyrjast fyrir um, hvort bræðrum sínum mundi ekki veitt lands-
vist á Spáni, ef þeir vildu leita þar hælis og bólfestu. Ráð-
*) Áður hafði Serranó marskálkur lagt ráðherrunum það til lofs (í einni
gildisræðu), að þeir hefðu komið sambandi á með «krúnunni> og
fólkinu, og það færi svo því betur, sem enn ungi konungur væri
bæði þjóðlegur og frjálslyndur höfðingi.