Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 79
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
81
fáir sem ljetu hjer limi sína eða líf í riðlaganginum. í mestu
örvæntnigu voru þeir staddir, sem sátu á enum efri eða
efstu pöllum. Pallarnir voru fjórir, hver upp af öðrum. f>að
fólk átti leiðina lengri niður til dyra um mörg rið og rangala,
og hjer kom björgin mest undir stigum að utan upp til glugg-
anna og gluggsvalanna. En hjer kom allt um seinan, og var
um það kennt bæði löggæzlustjóranum og þeim mönnum sem
annast eiga um brunaslökkvingar og sjerílagi foringja slökkv-
ingaliðsins. Bálið magnaðist svo skjótt, að slökkvitólin unnu
ekkert á. það er sagt um Vín, að menn lifi hjer við meiri
gleði og glaum enn í flestum borgum öðrum, en nú brá hel-
myrkva á ljós gleðinnar, og nóttin varð þeim öllum að sár-
bitrasta hrellingartíma, sem áttu hjer ættingja og ástmenna að
sakna. Hve margir hafa hjer orðið að súpa út sorganna
bikar, má af því ráða, er tala þeirra sem fórust í brunanum
var sögð hátt á 5ta hundrað. Lík þeirra manna, sem rnenn
kenndu eða óbrunnin voru að mestu eða öllu leyti, voru jarð-
sett með mikilli útfararviðhöfn, og var þeim fylgt til greptrunar
frá Stefánskirkjunni, og voru þar við sorgarmessuna krónprins-
inn (Rudolf) og ymsir stórhertogar, auk annars stórmennis. Til
enna munaðarlausu var stórmiklu fje skotið saman um allt
ríkið og i öðrum löndum og gekk hjer keisarinn og ættmenn
hans og aðrir höfðingjar á undan til góðs eptirdæmis. það
er sagt, að leikhús skuli ekki reist aptur á grundvelli hins
fyrra, en að í þess stað skuli koma kapella, sem keisarinn
kostar og leggur fje til. þar skal syngja sálumessur fyrir þeim
er ljetust í brunanum, og fjárins neytt til ýmissa guðsþakka.
Frá austurdeild rikisins vitum vjer ekki annað að segja,
en að nýjar kosningar fóru hjer fram 21. ágústmánaðar, sem
víðar, og að Tisza, forseti ráðaneytisins, hlaut við þær meira
fylgislið á þinginu enn hann hafði áður haft. Áður höfðu full-
trúar Króata (34 að tölu) opt dregið til munar hans megin, en
nú varð afli hans ,svo fjölskipaðúr af löndum hans, að þeir
verða honum einhlítir til sigurs, ef á þarf að reyna. Aptur-
haldsmenn misstu 36 atkvæði síns liðs, sem drógust flest í
stjórnarflokkinn, en nokkur til enna yztu vinstra megin. Hinir
Skírnir 1882. 6