Skírnir - 01.01.1882, Side 88
90
RÚSSLAND.
ráðgast, og utan þeirrar ráðagerðar mætti hann ekki leggja
neina skatta á fólkið, engin lög setja og engin stríð heyja.
þegar menn bera þetta (einkum 1 og B) saman við hugarsmíð
eins af vitringum Gamal-Rússa, sem Kevelin heitir, þar sem
allur stjettamunur á að hverfa á Rússlandi, og allur þorri
þjóðarinnar að gerast bændur eða bænda jafningjar, og zarinn
af þeim að taka sina ráðanauta, þá sjá menn, að hjer fer
flest saman. Hvorirtveggju virðast vilja stökkva aptur fyrir
sögu Rússlands, þar sem ríkisvaldi og þegnlífi var sem ein-
faldlegast háttað og fyrir komið, en þeir gá hins ekki, að
meira þarf til að gera þá að frjálsum og dugandi mönnum,
sem hafa í mörg hundruð ára borið þrælsok á hálsi sjer, enn
að breyta enu ytra fari. Nokkuð grásvartara ílits var ávarpið
til „Litlu-Rússa“ (í Kiev, Pultava, Ukraine og fl. fylkjum). Hjer
höfðu viða risið atfarir og ofsóknir við Gyðinga, og sáu níhíl-
istar hvorttveggja, að fólkið var auðeggjað til þeirra afreks-
verka, og að löggæzlumennirnir slóu víðast hvar slöku við, að
bæla þær óeirðir niður. I ávarpinu gerðu þeir Gyðinga að
bandaliðum stjórnarinnar, stórbændanna og embættismanna til
að ijefletta bændurna; já, þar var sagt, að Gyðingar væru
verstu fjendur bænda og alþýðu. þeir hefðu sölsað svo mart
undir sig, krækt í svo marga gróðavegi, t. d. brennivínssölu
og aðrar gestveitingar, en hræmuglegust væru þó okurgjöldin,
sem þeir hefðu lagt á fólkið. Á þeim stæði jafnan svo: ef
höfðingjana (eðalmennina) — og þeim hefði zarinn veitt allt
land í Ukraine — skorti fje til skrauthalla, óhófsgilda og
sukkfrekra vikivaka, þá væru nýir skattar lagðir á bændurna.
þeim yrði optlega erfitt um gjaldið, og tækju þá til þeirra
neyðarúrræða, að leita lána hjá Gyðingum. Nú vita allir
(segir ávarpið), að Gyðingi líkar ekki allsvel fyr enn hann fær
krónu fyrir eyri, en þegar krónan brást, þá hefir hann ekki
þurft annað enn að víkja sjer að löggæzlumönnunum og dómur-
unum, því það voru karlar, sem kunnu tökin á að hafa krón-
una út úr bændunum. Annars voru þar sömu kreddur endur-
teknar, sem stóðu í ávarpinu til Kósakkanna, og í niðurlaginu
var látið vel yfir byrjun afrekanna fyrir frelsi fólkins, en hinu