Skírnir - 01.01.1882, Side 89
R1ÍSSLAND.
91
heitið um leið, að innan eigi langs tíma skyldi allsherjar upp-
reisn hafin um allt ríkið „á móti zarnum, stóreignamönnum og
Gyðingum“. — Stundum koma þær greinir í blöð byltinga-
mannanna — einkum það sem „Narodnaja Volja“ heitir —
sem eru ágætlega samdar, og taka það allt svo rækilega og
greinilega fram, sem sýnir, hvernig allt er „lævi blandið11 á
Rússlandi, hvernig prettir og lygar liggja hjer í landi, og
hvernig zarinn og hans þjónar — hermenn og embættismenn
— lifa ámóta á fólkinu og bændur á fjenaði sínum. I nóv-
embermánuði var þetta utlistað i einni dagsendingu (viku-,
mánaðar-?) blaðsins, og sagt, að fólkið gyldi 700 millíónir
rúflna, sem gengju að eins til þess að halda uppi zarvaldinu
og þess þjónustuher, eða með öðrum orðum: „svo mikið yrði
fólkið að leggja fram til að ala ræningja sína!“. — því mun
enn fjarri fara, að níhílistar sje aldauða á Rússlandi, þó margir
sje þegar teknir af lífi eða hirtir í Siberiu, en fjöldi biði likra
dóma við lok ársins. Að minnsta kosti er óttinn fyri þeim
hinn sami, og um ferðir keisararans hefir enginn fengið neitt
að vita, fyr enn hann var farinn, og mátti svo kalla, að hann
færi heiman og kæmi aptur huldu höfði. Sú hefir enn raunin
á orðið, að flestir þeirra manna sem höndlaðir hafa verið —
eptir tilsögn fjelaga sinna — hafa verið úr menntaðra manna
tölu, af heldri manna eða eðalalmanna kyni, en játningar þeirra
hafa innt það helzt um orsakir, að þeir hafi gjörhneyxlazt á
öllum þeim prettum, ólögum og þegnskaparleysi, sem einkenndu
alla umboðsstjórn á Rússlandi.
„Skirnir“ sagði í fyrra frá þeim ofsóknum við Gyðinga,
sem byrjuðu um páskaleytið í suðurhluta Rússlands. þeim
hefir víða verið síðan áfram haldið, og þær hafa alstaðar farið
fram með eins illu og ósteflegu móti. I fyrra vor fóru sendi-
menn frá Gyðingum á fund keisarans í Gatsjína og báðu hann
ásjár; hann hjet öllu góðu, en ljet í ljósi, að níhílistar þar
syðra mundu gangast mest fyrir um að æsa almúgann og
borgarskrílinn til þeirra árása. það er satt, að til þess er
þeim trúanda, eptir því sem stóð í enu síðara eggingarbrjefi, og
að framan er á minnzt. En hvernig stendur á þvi, sem ávallt