Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 102
104
TYRKJAVELDI.
Frá Egiptalandi. {>að lætur ekki fjarri, sem sagt hefir
verið í sumum blöðum, að „austræna máiið“ væri nú komið
til Egiptalands. þetta er svo að skilja, að stórveldum vorrar
álfu er hjer sami hnútur riðinn og á öðrum stöðum, þar sem
málin taka til soldáns og hans ríkis. Hjer er í mörg horn að
líta. Stórveldin verða að taka til greina: drottinvald soldáns,
en gjalda varhuga við launung hans og refjum. þau verða
að vaka yfir forræðisrjetti jarlsins eða „varakonungsins“, en
gæta jafnframt til, að hann fari hæfilega með stjórnarvaldið,
ofþjaki ekki þegna sína, sói ekki fje landsins, en standi í
skilum við skuldunautana í Evrópu. það var þessi tilgæzla,
sem Frakkar og Englendingar tóku að sjer. I öllum atburð-
um á Egiptalandi ber á einhverju öfugstreymi og flækjum,
og skulum vjer nú reyna að átta oss á þeim í fám orðum.
Abdúl Azíz var mesti bruðlunarseggur og jafnan í fjeþröng, og
því mátti kalla, að hann krypi á knje fyrir gullkálfinum á
Egiptalandi, er hann jók forræði og tign jarlsins á móti drjúg-
um framlögum. það fóru opt sögur af dúlcátasekkjum, sem
koma til soldáns frá Alexandríu. þetta fje og annað varð
Ismail jarl að kúga út úr bændum sínum og öðrum þegnum.
þar kom, að vesturþjóðirnar (Engl. og Frakkar) buðu soldáni
að reka hann frá völdum fyrir óskila sakir (sbr. „Skirni“ 1879
og 1880). Abdúl Hamíd, sem þá var kominn til tignar í Mikla-
garði, hafði reyndar fengið fyrir skömmu góða sending frá
jarli sínum, og heitið honum sinni ásjá; en honum kom til
hugar, að Ismail hefði í rauninni orðið sjer ofjarl, og hitt
væri þó meira vert enn peningar, ef hann gæti sjálfur náð fast-
ari tökum og haldi á Egiptalandi, en hefði það til upphafs að
skipta um jarla eða varakonunga og draga um leið iir for-
ræði þeirra svo mikið sem takast mætti. Jarlaskiptin urðu þau,
sem sagt er frá í „Skírni“ 1880, 172—74. bls. Soldáni brást
hjer bogalistin, en vesturþjóðirnar hjeldu því sama að enum
nýja „kedífi“, sem hinum, um fjárafneyzlu og skuldaskil,
ásamt fleiru. Tefvik jarl setti þann mann fyrir stjórn sína,
sem heitir Riaz pasja, en hann var erindrekum vesturþjóðanna
hinn hlýðnasti og auðsveipasti í öllum greinum. Hann ljetti