Skírnir - 01.01.1882, Page 105
TYK.KJAVELDI.
107
hefir þeim aldri dulizt, að sum stórveldanna líta öfundaraugum
á þá valdstöð, sem vesturþjóðirnar hafa náð á Egiptalandi. jbó
Englendingar vilji draga atfarir i lengstu lög, þá þykjast allir
vita, að þeir ætli sjer aldri að sleppa tökunum á Egiptalandi
(farsundinu um Suesseiðið), en ná þeim aðeins betri, ef í hart
sækir. Verið getur, að stórveldin komi sjer saman um tiltektir
á Egiptalandi, ef vandræðin fara þar í vöxt — og svo mundi
bezt fara — en hjer er hjá mörgum boðum að sigla, sem
ávallt hefir átt sjer stað, þar sem um „austræna málið“ skyldi
íjalla.
Grikkland.
Samkvæmt fyrirmælum stórveldanna í samningnum um
landsafsölu Tyrkja til Grikkjakonungs, var þeim löndum skipt í
tiltekin svæði, og eindagað, hvenær setulið og embættismenn
Tyrkja skylda verða á burtu úr hverju fyrir sig. Alfarnir voru
þeir ekki fyr enn seint í semptember. Löndin eru hin beztu
og frjófsömustu, en Grikki furðaði mest á tvennu, hve lítið
hjer var að unnið til yrkingar, vegabóta og annars þrifnaðar,
og hve miklu Tyrkir höfðu varið til varnarvirkja og kastala á
svo mörgum stöðum. þeir gátu þá sjeð, hve erfitt — eða
rjettara mælt: ógjörlegt — þeim hefði orðið að sækja landið
i hendur Tyrkja, ef þeir hefðu átt sinum afla einum til að
hlita. Griska fólkið tók alstaðar við hersveitum Grikkjakonungs
með mesta fögnuði, og það þvi heldur sem Tyrkir og lið þeirra
víluðu ekki fyrir sjer að skilja heldur illa við ena fyrri sam-
þegna sína. þeir heimtuðu og tóku með harðri hendi alla
skatta fyrir þann tima, sem eptir var ársins, og sumstaðar tóku
þeir menn i gislingu þar sem ekki var goldið, að eigi hlypi
undan. þar á ofan synjuðu þeir allrar borgunar fyrir vistir,
fóður og annað fleira, sem þeir höfðu krafizt og fengið, og þó
Tyrkir eða þeir af landsbúum, sem játuðu Múhameðstrú, yrðu