Skírnir - 01.01.1882, Page 108
110
DANMÖRR.
átt, og það er bágt að sjá annað, en að þeim þyki orðin
hjerumbil þýðingarlaus, eða að þau standi í lögunum af handa
hófi, og að þar gæti eins vel staðið „síðar“ og „fyrst“. það
stoðar ekki að vísa til, að fulltrúaþing i öðrum löndum hafi
fengið rikari heimild á fjárreiðulögum enn efri deildirnar.
„Hjá oss er það nú sona!“ segja hægri menn, og sitja við
sinn keip. Hvorutveggju sjá og játa, að það þyrfti að bæta
ríkislögin — eða þingsköpin að minnsta kosti — í sumum
greinum. Hvorutveggju hafa hvað eptir annað rekið sig á,
hvernig í sama far höggur, þegar málin koma í deiidanefnd
(FœllesuAválg) og frá henni aptur til deildanna, þar sem hvorir
um sig kippa þeim í samt lag og áðr var. En af hvorugum
flokkinum hefir neinn orðið til að bera upp nýmæli til að gera
fyrir þá endileysu. En sú er endileysan þó verst, er vinstri
menn kæfa flest mál í meðförunum, sem stjórnin ber upp,
hversu brýn og þörf sem þau kunna ella að vera. Vjer hurf-
um þar frá þingsögunni í fyrra, er konungur hafði boðið þing-
slit til nýrra kosninga. þær fóru fram 24. maí, og bættist þá
svo við tölu Bergs manna, að þeir urðu 29, en meðalhófsmenn
misstu nokkra síns liðs, og hægri menn tvö atkvæði. Lokleysu-
þrefið um fjárlögin varð hið sama, og vinstri menn ljetu ekki
aka sjer úr stað um þrætu atriðin (launaviðbót sökum verð-
hækkunar, nýtt herskip á borð við „Helguland“, og framlagið
til háskólans). þcgar svo ber undir, sem nú er venja orðin
til í Danmörk, að fjárlögin eru ekki búin 1. apríl, þá eru
sett bráðabirgðalög, og þau framlög þar veitt, sem voru í
fjárhagslögunum á undan. Estrúp bað menn að lengja svo
gildi þeirra laga, að þau skyldu standa til þess er regluleg
fjárhagslög kæmust á. Sumum þótti þetta ískyggilegt, en þó
fór svo á endanum, að vinstri menn fjellust á þá uppástungu.
það urðu líka einu fjárhagslögin, sem Danir fengu fyrir 1881
—82. þvi allt fór enn á sömu leið, þegar lögin komu frá
deildanefndinni. Stjórnin freistaði nú þingslita í annað skipti,
og fóru síðari kosningarnar fram 26. júlí, og misstu þá hægri
menn enn 6 af sínu liði, og að öllu samtöldu stýrðu vinstri
flokkarnir nú 75 atkvæðum. Nærri má geta, að þeir yrðu ekki