Skírnir - 01.01.1882, Page 117
NOREGUR.
119
Noregur.
Efniságrip: Viðbætir við þingsögu; rikislaga þrætan. —■ Af funda-
höldum. — Um þjóðvaldshyggju Norðmanna. — Fjársamskot handa Stang. •—
Málfræðingafundur í Kristjaníu. — Ný skáldrit. — Óeirðir i Drammen. —
Nýjar málmæðar á Hitteren. — Vesturferlar.
J>að er líklegt, að hvorirtveggja, stjórnarliðar og meiri-
hlutamenn stórþingsins, hugsi með sjer sem að kveður i forn-
lögum vorum: „í salti liggur sök, ef sækjendur duga“, þar
sem máli skiptir um ríkislagadeiluna. En svo hefir verið greint
í næstu árgöngum rits vors, að málið verði þá tekið upp
aptur, þegar það þing tekur til starfa sinna, sem í næsta sinn
skal til kosið. Af þingsögu vorri í fyrra mátti sjá, að full-
trúarnir vægðu sizt til við stjórnina, og fór svo fram til þing-
loka. Öndverðast þótti þingið þá horfa, þegar það neikvæddi
að hækka hirðeyri krónprinsins — upp í 80 þúsundir króna
úr 30 þúsundum —, enda virðist sem þeir hefðu mikið til sins
máls, sem sögðu, að prinsinn hefði ekki þurft að gjalda ráð-
herranna norsku eða deilunnar við þá og konungsvaldið. í
öðrum málum brást þingið eins torsveigilega við. Stjórnin
hafði borið upp að veita Stang ráðherra, sem sagði af sjer
fyrir aldurs sakir, 12,000 kr. i eptirlaun, en þingið færði þá upp-
hæð niður um helming. Mönnum þótti þessu vikja heldur
undarlega við, er þingið hafði áður, þegar Stang fór frá, veitt
honum í einu hljóði 10,000 kr. það er sagt, að sumum af
frelsis- og forræðisflokki Norðmanna, t. d. Björnstjerne Björn-
son, hafi þótt, að þinginu færist miður enn skyldi, er það mat
nokkuð annað i við svo aldraðan skörung enn hans löngu og
atkvæðamiklu frammistöðu i rikisins þjónustu. Hitt þótti
stjórnarliðum líka hart aðgöngu, þegar meiri hlutinn veitti
J. Sverdrúp 6,000 kr. án þess að hann segði af sjer öðru enn
endurskoðan ríkisreikninganna, en launin sjálf höfðu ekki verið
hærri en 3,400. En þetta má þó á annan veg virða, því
þingmenn geta sagt, að hjer sje sæmdargjöf gefin, og á sliku
eigi þjóðin og fulltrúar hennar fulla heimild, við aðra eins