Skírnir - 01.01.1882, Page 119
NOREGUR.
121
Noregi, og að ráðherrarnir skyldu eignast bæði kjörgengi og
þinggöngu, því nú mætti við því búast, að þeir yrðu ekki
síður þjónar þjóðarvaldsins enn konungsvaldsins. 1874 var
líka uppástungan enn upp borin á þinginu, en kom þá frá
þingmönnum með forustu J. Sverdrúps. f>að var í þriðja sinn,
sem rit vort hefir áður getið, að hún gekk fram á þinginu
1880, og henni var neikvæðt af konungi. Afdrif þessa máls
gera nú út um hitt, eða um frestandi eða ályktandi neikvæði
konungsins í rikislagamálum.
það er i Noregi eins og í Danmörk, að skilningur manna
á ríkislögunum hefir deilt þjóðinni í tvo öndverða flokka. í
Noregi sækja hvorirtveggja mál sitt með mesta kappi, og
deilan virðist því sæta hjer miklu meira enn i Danmörk, að
sumir forvígismenn lýðs og lands telja það sjálfsagt, að það
flýti að eins fyrir þjóðveldinu, ef konungsvaldið ræðst í að
brjóta bág við þingið. Við þetta koma þeir opt í ræðum sín-
um sem ferðast um byggðir á sumrum til að halda málfundi
og skýra þar afstöðu málanna. I fyrra hjeldu þeir marga fundi
Björnstjerne Björnson, E. Sars, Arvesen (af Grundtvigsftokki),
Jaabæk og fleiri. Báðir hinir síðast nefndu lögðu lag sitt
saman og hjeldu fund í Kristjánssandi, þar sem þeir meðal
annara áttu við eitt af kappsmálunum, eða við útfærslu kosn-
ingarrjettar, og vildu, að hann skyldi vera með öllu óbund-
inn, og hverjum heimilaður sem væri 25 ára að aldri og sjálf-
bjarga til framfærslu. Sumir hreifa líka þvi að hafa þingið
ódeilt, en hitt auðsætt af ummælum allra, að þeir vilja gera
stjórnina „parlamentariska“, og láta þá eina standa við stýrið,
sem hafa fylgi meira hlutans á þinginu. í einni ræðu sinni
talaði Björnstjerne Björnson um sambandið við Svíþjóð. Hann
taldi það sumt upp, er Sviakonungum hefði orðið áfátt and-
spænis Noregi, og sagði, að Karl XIV. hefði tvívegis haft í
hyggju að svipta Norðmenn forræði sínu og frelsi, og bar flelra
fram, sem átti að sýna, að þessir útlendu konungar gætu orðið
tortryggilegir. Samt sem áður kom ræðu hans þar niður, að
báðar þjóðirnar ættu að haldast í hendur og beinast til um
sameiginlegan þrifnað, frelsi og framfarir.