Skírnir - 01.01.1882, Side 121
NOREGUR.
123
leigurnar sje hafðar til ölmusna handa þeim mönnum sem iðka
lögvísi eða landshagsfræði.
I Kristjaniu áttu málfræðingar frá Norðurlöndum fundi
með sjer frá 10. til 13. ágúst. jbangað kom Madvig gamli,
og var kosinn til aðalforseta fundarins. Vjer höfum ekki rúm
nje tóm til að lýsa hjer umræðum fundarmanna, en minnumst
að eins á sum atriði. Madvig tólc sjer til ræðuefnis spurn-
inguna: „hvað er málfræði?“, og útlistaði það, sem hann hefir
opt áður komið við i ritum, hver munur væri á eiginlegri mál-
fræði, þ. e. að skilja: rannsóknariðkun einá máls, mynda þess
og allra laga, og samburðarfræði mála eða rannsóknum um
samruna þeirra, afleiðslu og skyldleika. Hann talaði um leið
um eðli og kosti mála og kallaði það mál lengst komið, sem
gæti lýst hugmyndum manna með sem fæstum áhöldum (ef svo
mætti að orði komast), þ. e. að skilja: með sem fæstum málmyndum,
og minntist á, að Rask sáluga hefði skjátlazt mjög í því efni,
er honum hefði þótt svo mikið koma til norrænunnar fyrir þá
sök, að hún væri svo fjölbreytt að myndunum til. Hann tók
af þessum rökum — eins og Grimm hefir gert — enskuna
fram yfir önnur mál. Bugge, prófessor, fræddi fundarmenn um,
hve lengi forfeður vorir eða kynfeður hefðu búið á Norður-
löndum, og leiddi rök að því, að þjóðalífið hjer nyrðra hefði
ekki fengið norrænan þjóðbrag, svo nein mynd yrði á, fyr enn
um 800, eða á víkingaöldinni. Fyr enn um þann tíma hefði
eigi heldur komizt norrænt snið á málið og goðafræðina eða
fornsögurnar. Hann tók Freyju til dæmis og mann hennar
Óð; hvorugt þeirra fyndist í germanskri goðafræði utan Norð-
urlanda. Freyja væri ekki annað enn Venus eða Afrodite.
Brixli Loka benti beinlínis á söguna af Venus og Mars. Oður
væri auðsjáanlega ekkert annað enn Adónis, álíka og Ada
(kona Lameks) hefði'orðið að Óða í norrænu; ogsvofrv.*). —
*) J>etta er allt nánara sýnt og rakið i riti Bugges „Om Nordens Gude-
og Heltesagn“, sem er eklci enn fullprentað. „Skírni“ verður þá hægra
um hönd að minnast betur á þetta rit, þegar það er komið allt á prent,
og vitna má til merkra dóma, sem á það hafa verið lagðir.