Skírnir - 01.01.1882, Side 124
126
svlDjóð.
enn í Svlþjóð, að á landeigninni liggur enn mart, t. d. kostn-
aður til vega, akflutninga (skjutsvásenet) og hersins, sem ríkið
leggur fram til í öðrum löndum, eða á annan hátt er niður
jafnað. Enn fremur má vera, að þeim þyki það ekki svo jafn-
legt, sem skyldi, að í borgum er kjörinn einn þingmaður til
„annarar deildar“ þingsins fyrir hver 10 þúsund manna, en á
landsbyggðinni fyrir hver 20 þúsund. Landmannaflokkurinn
hófst rjett á eptir að Svíar höfðu breytt ríkislögum sínum og þing-
sköpum, og kvað það höfuðmið sitt, að stuðla til sparnaðar
á fje ríkisins, efla sem bezt samgöngur og flutninga, og jafna
betur niður skattgjaldinu. Slíkt mundi að eins láta bændum
og byggðafólki vel í eyrum, og dróst bráðum mikill fjöldi í
flokk þeirra í hjeruðum, og í borgunum risu skjótt fjelög upp,
sem gengu undir sama merki. þ>ó öngvir næðu af þeirra flokki
kosningum i höfuðborginni og fáeinir í öðrum borgum, þá
hefir þeim orðið svo gott til liðsafnaðar, að þeir rjeðu í ann-
ari eða neðri deild þingsins eitthvað um 180 atkvæða fyrir
enar síðustu kosningar (í haust eð var), en fengu þá enn afla
sinn nokkuð aukinn. Nú er talið, að þeir stýri í báðum deild-
um (samtals) 160 atkvæða. I floklcinum eru margir af stór-
eignamönnum Svía, t. d. auk Arvids Posses, greifarnir Heder-
stjerna og Hammarskjöld, gózeignamaðurinn Key, sem gekkz
fyrir að stofna fjelagfð (1867) og margir auðbændur; meðal
þeirra: Carl Ifvarsson, skrifari fjelagsins, einn af mestu skör-
ungunum, og átrúnaðargoð bændanna, O. Olsson og Sven
Nielsson, báðir meðal endurskoðanda rikisreikninganna á þing-
inu. Auk þeirra skal nefna þá menn, sem kosnir hafa verið
í bæjum: Hedlund frá Gautaborg, ritstjóra blaðsins: „Göteborgs
Sjófarts- och Handelstidning“, sem ávallt hefir haft mikið orð á
sjer, og talinn með forvígismönnum frelsis og framfara, Gum-
ælius frá Örebro, prentara og eiganda blaðsins „Nerike Alle-
handau, sem kvaðst (á kjörfundinum) telja sjálfan sig með
vinstrihandarmönnum, og Borg, frá Helsingjaborg, ritstjóra
blaðsins „ 0resundsposten“, en Svíar segja, að hann sje sá eini
á þinginu, sem muni vera þeirra nóti, er i öðrum löndum eru
kallaðir lýðvaldsmenn — og það af frekara tagi. |>ó hann hafi