Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 128
130
SVÍÞJÓÐ. ,
heitir það herskip, sem þau sigldu á til Gautaborgar með fylgd
fjögurra herskipa. Viðtökurnar í Gautaborg voru mjög fagnaðar-
fullar, og alla leið þaðan og til Stokkhólms rigndi blómunum
alstaðaf á brúðhjónin, þar sem við var staðið. J>au komu
þann 1. október til höfuðborgarinnar, og þarf þess ekki að
geta, að hún skrýddist sem bezt til viðtökunnar og þeirra há-
tíðarhalda, sem þá fóru í hönd. I aðalveizlunni, sem konungur
hjelt þeim á hallargarði sínum Drottingarhólmi, voru 128 gestir,
og drakk konungur á forna vísu velkomanda minni brúðhjón-
anna af fagurbúnu horni, og með hjartnæmilegu orðtaki. J>ann
dag gáfu þau konungur og drottning hans 10,000 lcr. til útbýt-
ingar meðal fátækra manna í borginni.
1. dag desembermánaðar voru 25 ár liðin frá því er fyrsta
járnbraut Svía var vígð til ferða og flutninga. Minning þess
var haldin þann dag í Stokkhólmi, og voru í því gildishaldi
170 manna, flestir embættismenn og aðrir, sem við járnbrauta-
mál eða járnbrautalagningar eru, eða hafa verið, riðnir.
Meðal alls þess fágætis, sem Nordenskiöld hafði heim með
sjer úr siglingunni frægu, var það ekki minnst vert, sem hann
hafði keypt á Japan. það var safn japanskra rita, eldri og
yngri, og voru 1000 að tölu, en bindin eða heptin milli 5000
og 6000. Ritin eru ýmislegs efnis — saga, skáldskapur, trú-
fræði, um uppeldi og uppfræðingu, og svo frv. þessu rita safni
var í vetur aukið við „konungsbókasafnið11 í Stokkhólmi.
Um jólaleytið kom út nýtt ljóðmæla safn eptir hið unga
og efnilega skáld Svía, A. U. Bááth, sem nefndur hefir verið í
sumum árgöngum þessa rits. I þessu safni hefir hann tekið
yrkisefni til nokkurra kvæða úr „Islenzkum þjóðsögum11. Ljóð-
mælin nýju hafa fengið einrómað lof í blöðum og tímaritum
Svía.
I sumar (í ágúst) fundust í Svíþjóð — oss minnir á Hal-
landi — allmerkilegar fornleifar í haugi einum, þar sem dys
hafði verið um þá menn hlaðin, sem þar hafa verið jarðsettir.
þar voru tvær kistur — holaðar í eikarbola — og ætla menn
að þær hafi geymt lík manns og konu. I kistu karlmannsins
fundust trefjar af ullarfötum, og við hlið hans hafði verið lagt