Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 129
SVÍEJÓÐ.
131
sverð af kopar, meira enn alin á lengd, en var nú rýrnað og
í brotum. Hvortveggja, líkið og sverðið, hafði verið sveipað í
uxahúð. í hinni kistunni fannst lítill koparskjöldur með gröfnu
hringaflúri, haglega gerður, og hefir sjálfsagt verið á kven-
búnaði. I dysinni fundust fleiri munir af steini og kopar, og
þótti ekki minnst varið í tvo steina af fornbergi, því lögun
þeirra þykir sýna, að það hafi verið kvarnsteinar. Sænskur
fornfræðingur hefir lýst fundinum, og ætlar að leifarnar sje
hjerumbil 3000 ára gamlar, en kvarnsteinarnir votta, að lcorn-
yrkja hefir verið þeim mönnum samtíðis í Svíþjóð, sem hjer
eru heygðir.
Mannslát: Snemma i júli dó Pehr Thomasson í
Stokkliólmi (63 ára að aldri), sem Svíar hafa kallað alþýðuskáld
sitt, og haft í góðum metum. Hann var bóndason frá Blek-
ing og tók snemma til ljóðagerðar. Hann hefir ritað ymsar
alþýðlegar skáldsögur. 1870 flutti hann sig til Stolckhólms, og
stofnaði þar nýtt dagblað, sem hann kallaði „Meðborgaren“.
Siðar var því haldið út af hlutbrjefafjelagi, en hann var í
ritstjórninni sem fyr. Vísindafjelagið í Stokkhólmi hafði veitt
honum í nokkur ár verðlaun af sinu fje, en í fyrra veitti þingið
honum í ársforlag 1200 krónur.
Ameríka.
Bandaríkin (norðurfrá).
'Efniságrip: Garfield lostinn banaskoti; nm morðingjann. — Banalega og
útför forsetans. — Af varaforseta. — Um dráp ogmorð í Bandaríkjunum. —
Árvekni Bandaríkjanna. — Vinfengi við Englendinga; lrátíðarhald í minn-
ingu bardagans við Yorktown. — Um Sinlendinga í Ameríku. — Frum-
varp um að efla her og flota. — Vöruflutningar, m. fl. — Telcjur og
skuldagjald. — Skógabruni. -— Samskot handa ekkju Garfields. — Manna-
lát. — Leiðrjetting.
Vjer byrjuðum í fyrra sögu vora frá Bandaríkjunum á
þeirri gleðifregn, að þjóðin hafði selt forsetadæmið i hendur
9*