Skírnir - 01.01.1882, Side 133
BANDARÍKIN (norðurfra).
135
september, og slokknuðu við þá harmafregn allra þeirra vonir,
sem fyrir honum höfðu beðið til bata, en búizt við af honum
og stjórn hans svo miklu til umbóta fyrir ættland sitt. Utför
hans var gerð (i Cleveland í Ohió) 26. september, og var hún,
sem vextir stóðu til, virðingarfull og vegsamleg að öllu ytra
fari, en auk þeirra sem þar voru staddir, fylgði honum til legs
gagntakandi sorg og sár söknuður alls þorra þjóðarinnar.
Við forsetadæminu tók varaforsetinn, Chester Arthur. A
námsárunum stundaði hann lögvísi við lagaskólann i Albany, og
varð snemma málafærslumaður, og fjekk bráðum mesta orð á
sig. 1872 var hann gerður að tollheimstustjóra i Newyork, en
það embætti tók Haýes forseti af honum 1878, fyrir þá sök,
að Arthur vildi ekki fallast á þær umbætur á allri umboðs-
stjórninni, sem forsetinn vildi fram fylgja. |>eir Garfield voru
ekki af sama berginu brotnir, því Arthur hefir lengi lagt lag
sitt við flokk þeirra Grants og Concklings, „stalvartana“ (ber-
serkina), sem fyr voru nefndir. Menn segja, að Arthur hafi
hlotið kjörið, af þvi að menn vildu mýkja skap Concklings og
vina hans, eða þess hluta af þjóðvaldsmönnum, sem vildu láta
kjósa Grant í þriðja sinn til ríkisforseta. Eptir það að Arthur
hafði tekið við stjórninni, þótti hann koma sem bezt fram i
öllu, og menn segja, að hann hafi síðan leyst sig að mestu
leyti úr tengslum við ena fyrri vini sína. Hitt er og flestra
ætlan, að hann muni heldur bregða á ráð Garfields enn láta af
þeim brugðið. Hann gerði heldur enga breyting á ráðaneyt-
inu, og ljet þá flesta halda embættum sinum, er Garfield hafði
i þau sett. Vera má, að þetta — með fram öðru — hafi
valdið, að Conckling og hans vinir tóku að draga sig í hlje
eptir lát Garfields, en vinsæld þeirra fór þverrandi i Newyork,
er menn sáu, að forsetin nýi fór sinnar leiðar, og hann mundi
ekki verða „stalvörtunum11 svo leiðitamur, sem þeir höfðu búizt
við. — Sá maður heitir Bayarð, sem öldungadeildin kaus til
varaforseta.
Morð Garfields hefir gefið þýzkum manni, Franz v. Holzen-
doríf, tilefni til ritgjörðar í tímaritinu „Deutche Rundschauu um
dráp og morð i Bandaríkjunum, framin annaðhvort til flokka-