Skírnir - 01.01.1882, Side 139
BANDARÍKIN (norðurfrá).
141
Frá 1. júli 1880 til 30. júni 1881 náði verðhæð vöruflutn-
inganna frá Bandaríkjunum 838,890,514 dollara, og var það
75 milliónum meira enn á sama tíma árið á undan. En inn-
flutti varningurinn varð nokkuð minni, eða að verðinu til 233/4
millíón dollara. Verðsupphæðin var 583,734,389 dollara. f>ar
á móti var flutt í land af gulli 92 millíónum meira enn út var
flutt. — Talið er, að meira enn hálf millíón manna hafi sótt
til bólfestu þar vestra árið sem leið.
Um tekjur og skuldaborgun skal greina, að 1865 voru
tekjurnar 322 millíónir dollara, í fyrra 363x/a millíón. Skuld-
irnar 1865: 2,7564,5 mill. d., 1881: l,840Vs mill. d. Af þessu
sjest, að Bandaríkin hafa á 16 árum hleypt niður skuldum sín-
um um meira enn 900 mill. d., og hafa Norðurameríkumenn rjett
að mæla, er þeir segja, að dæma um slík fjárgjöld sje ekki i
öðrum löndum að leita.
Seint í ágúst eða í byrjun septembermánaðar kviknaði eldur
i skógi í Michigan, og færðist bálið svo út, að það náði yfir
meira enn 50 ferhyrningsmilur enskar. þetta var á tanga sem
skerst út i Huron og fram með víkurflóanum, sem Saganaw
heitir. Hjer fórust í þeim eldgangi meira enn 200 manna, en
5000 urðu húsnæðislausir og misstu allt sem þeir áttu. Hjer
var allmikil byggð, og margir nýlega að komnir til atvinnu eða
bólfestu frá Evrópu. Um öll rikin tókust þegar samskot því
fólki til bjargar.
Garfield ljet eptir sig lítil auðæfi, að því kallað er þar
veStra, og þessvegna hefir þjóðin skotið fje saman handa konu
hans og börnum. það fje var komið upp í rúmar 360,000 d.
fyrir árslokin.
Mannalát. 20. mai dó einn af þeim mönnum í Banda-
rikjunum, sem eiga allt undir sjálfum sjer eða því atgerfi, sem
þeim er ljent, og komast svo minnilega fram fyrir táp sitt og
atorku. það var Tom Scott, sem menn kölluðu „járnbrauta-
konunginn11, fyrir það, að hann stýrði þvi mesta járnbrautafjelagi,
eða því fjelagi, sem átti járnbrautanetið um Pennsylvaníu, og
hafði lagt miklar og margar járnbrautir í öðrum rikjum sam-
bandsins, t. d. í Texas. Sinn hluta í Texasbrautinni — einum