Skírnir - 01.01.1882, Síða 140
142
BANDAKÍKIN (norðurfrá).
parti brautariniiar til Kyrrahafsins — seldi hann skömmu áður
enn hann dó fyrir 2,400,000 dollara. Hann fæddist í Penn-
sylvaníu af fátækum foreldrum 1823, og var 17 ára þegar faðir
hans fjell frá. Hann varð þá að vinna fyrir bæði móður sinni
og syskinum. Fyrst fór hann á farmabát á skurði einum eða
sundi, og komst bráðum á skrifstofu einhvers flutningafjelags,
sem stóð í sambandi við járnbrautafjelagið í Pennsylvaníu.
þaðan lá' svo leiðin fyrir honum upp að betur og betur unz
hann varð aðalforstjóri fjelagsins. Dánarbú hans var virt til
rúmra 17 millíóna dollara. — 15. september dó landstjórinn í
Rhode Island, Ambrose Everet Burnside, einn af beztu
hershöfðingjum norðurríkjanna í uppreisnarstríðinu. Á fyrstu
árum styrjaldarinnar átti hann mikinn þátt í því, sem á vannzt,
og eptir ósigra norðurríkjahersins í Virginíu og Maryland 1862,
gekk hann bezt fram í því því að kóma betrf skipun á herinn
og gera hann sem traustastan. 14. og 15. september s. á.
fylgdi hann Mac Clellan í orrustunni miklu hjá Hagerstown,
en eptir hána dró heldur úr vígmóði suðurríkjamanna, og þeir
hugðu nú nokkra stund meir til varnar enn sóknar. Eptir
frægilega framgöngu í bardaganum við Antietam (í nóv. 1862)
var hann settur yfir allan Potomacherinn, en beið ósigur 25.
janúar árið á eptir, og skilaði þá af sjer aðalforustunni. Hon-
um íjell þetta svo þungt, að hann dró sig nokkurn tíma í hlje, en
tók þó aptur við stórdeildaforustu í her Grants, og vann þar
mart, sem dró til sigurvinninganna. — 18. des. dó J. Hayes,
doktor, sem hefir orðið frægur af norðurhafsförum; varð 49 ára
gamall.
Vjer verðum að gera það til umbóta fyrir „Skírni“ i fyrra,
að segja hjer hvað sú saga var, sem í efniságripinu (fyrir
framan frjettirnar frá Bandaríkjunum) er nefnd „Sveltisaga11, en
slæddist út úr málinu við línuflutninga hjá prentaranum, án
þess að yrði gáð í seinustu leiðrjetting arkarinnar (10). Sagan
var sú, að læknir, Tanner að nafni, gerði þá veðjan við menn
um stórmikið fje, að hann skyldi ekki neyta matar nje bergja