Skírnir - 01.01.1882, Page 145
URUGUAY.
147
og svívirðing í öðrum löndum. Hann þjónaði fyr forsetanum,
sem hafði völdin á undan Vidal, og Latorne heitir. Hann hafði
haldið á völdunum til að ræna og drepa, og gekk þá Santos
sem bezt fram fyrir hans hönd. Séinast varð hann þó að flýja
höfuðborgina (Montevideó), og kvað þá engum vinnanda að
koma lagi á stjórn í öðru eins landi. Síðan dró hann að
sjer óaldarflokka og með þeim biður hann færis við landa-
mærin að heimta aptur völd og virðingu. En nú hyggur fóst-
bróðir hans sjer til sama hreifings, og þyldst hafa engu minna
rjett eða burði til virðinga. það er þvi ekki von á neinum
bræðrabýtum, ef þeim lendir saman, og fólkið hefir eigi hitt
ráð til að gera annanhvorn þeirra óskaðvænan, eða báða.
Asía.
Afganalaud.
„Opt sækja svín í sama tún'1, og svo má segja um Ayub
prins, frænda Abdurrhamans, „emírsins,,, eða konungsins á Af-
ganalandi. I bardaganum (1. sept. 1880) hjá Kandahar fór
hann svo halloka fyrir her Englendinga, sem frá er sagt í fyrra
í þessa riti (20. bls.), og varð að ílýja vestur á Herat. Hann
vildi þó ekki við svo búið eira, og tók enn að draga lið að
sjer, og ætlaði að betur mundi takast að reka rjettar síns á
Afganalandi, þegar hann heyrði, að Englendingar höfðu kvaðt
her sinn á burt frá Kandahar, og höfðu skilað landinu Abdurr-
haman aptur i hendur og ætlað honum alla ábyrgð á ríki sínu
og landvörnum. þegar hann hafði fengið svo mikinn liðskost,
sem honum þótti fullfengilegt til nýrrar sóknar, lagði hann af
stað sömu leið og fyr, og var urn miðsumarsleytið kominn austur
á Afganaland, og var leiðinni enn heitið til Kandahar, en þar
var lítið Iið fyrir til varnar. En nokkuð i norður frá borginni
__ 5—6 milur — stóð konungsherinn, en fyrir honum sá hers-
höfðingi, sem Gholam Hyder heitir. Ayub þóttist enn eiga
helzt erindið við Englendinga, því nokkrar hersveitir þeirra
stóðu enn fyrir norðan landamæri Indlands, og kvazt vilja
10*