Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 148
150
JAPAN OG SÍNVERJALAND.
hólms, og báru þeim konungi og syni hans fagnaðarkveðjur
keisarans og heillaóskir fyrir kvonfangsins sakir. þ)eim fylgdu
líka japanskar orðusæmdir til beggja. — Sínverjar hafa hæg-
ara við, og sjást lengi fyrir, áður enn þeir taka nokkuð upp
eptir Evrópu- eða Vesturheimsmönnum. þeir hafa þó nú sætt sig
við frjettaþræðina og þeirra hraðsendingar, en fúsastir eru þeir á
að nema það eða taka það eptir, sem til hernaðar heyrir. þ>eit
hafa, t. d., árið sem leið látið smiða sjer á Englandi tvo
mikla bryndreka, því þeir kunnu því illa, að Japansmenn stóðu
hjer betur að vígi, en hafa þess vegna (að líkindum) orðið að
slaka til við þá í sumum þrætum, t. d. um Formósu (sbr.
„Skírni,, 1880). þeir hafa tekið aptur við Kuldju af Rússurn,
en þar hefir allt gengið á trjefótum, síðan Rússar fóru á burt,
því Sínverjar hafa dregið að senda þangað setulið til griða-
gæzlu. Kuldjubúar sögðu í sumar, að liðsins væri ekki von
fyr enn að vori komanda — en það bæri hjer til, að Sínverjar,
eða vísindamenn þeirra, hefðu komizt að því, af spám og
táknum, að 1881 væri óhamingju ár. J>ar að auki á keisarann
að hafa dreymt tvívegis, að maður, sem hann bar ekki kennsl
á, en var frá Evrópu, kærni að sjer og heimtaði af sjer kórón-
una með harðri hendi, og hefði hann ekki þorað annað enn
heita að selja hana af hendi áður enn árið liði. það er og
sagt, að keisarinn, vitringar hirðatinnar og stórmenni yrðu mjög
ótta lostnir, er halastjarnan nýja kom i ljós i sumar leið. Hann
ljet það boð frá sjer borið til allra landstjóra sinna og ern-
bættismanna, að virða stjörnuna sem tákn og bending frá
himnum, að Guð væri mönnunum reiður fyrir syndir þeirra og
afbrot, og hegningin væri nú i vændum. þess vegna l>að hann
alla þegna sina að láta af illu og hyggja sem fyrst og einvirðu-
legast á bót og betrun.
Vidaukagrein-
A stöku stöðurn í ritinu, er gefinn ávæningur um, að
sumra tíðinda, eða sumra málalykta, sem orðið hafa siðan um
nýjár, mundi getið i „viðaukagrein11. En oss hefir nú snúizt