Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 7
7
uð margbrotið, bæði hvað sjálfum viðburðinum kemr við, og- öllu
því, er þar að lýtr, og svo allar þær staðarlegu lýsingar. Eg verð
að segja það hreint og beint, að eg get ekki verið því samþykkr,
að þetta sé fyrst ritað 250 árum eða meir eftir að sá viðburðr
skeði (bardagi á Vigrafirði 997); eg held, að allir hljóti að játa sem
hér til þekkja, að meginpartrinn af slíku hefði þá verið kominn i
gleymskunnar dá, og ritari sögunnar hefði þá ekki sjálfr einu sinni
vitað, hvernig hann átti að tengja leifar af frásögnum þeim, er
þá kynnu að hafa verið til, saman við alla þá sögustaði svo vel
fœri.1 Frásögnin er hér i alla staði rétt, og svo nákvæm, að
maðr hlýtr næstum að undrast yfir, svo að manni kemr þá helzt í
hug, að þessi frásögn sé líkari því að vera rituð þá þegar, er við-
burðrinn skeði, af þeim manni, sem bezt kunni; enn alls ekki kemr
manni þá til hugar, að þetta sé fyrst ritað hálfri þriðju öld eða
meira eftir viðburðinn. Slíkir staðir eru fleiri í Eyrb. og öðrum
sögum, sem vel eru fallnir til sönnunar þessu máli.
Enn það er annað, sem fullkomlega bendir á, að Eyrb. er
ekkert siðari tíma verk, að höfuðefninu til þ>að eru lög og mál-
sóknir, er fram koma í sögunni í sinni réttu og fornu mynd, og
með sínum fulla krafti. Skal eg þá fyrst taka það atriði, sem ekki
kemr fyrir i nokkurri annari sögu, og ekki einusinni í Njálss. Til-
efnið er þetta, með sem fæstum orðum, Eyrb. bls. 18—19: Gunn-
laugr, son f>orbjarnar digra á Fróðá, var „námgjarn“, hann fór
oft í Mávahlíð, og nam „kunnáttu11 af Geirríði J>órólfsdóttur, því
hún var „margkunnig“. Gunnlaugr kom i Holt, og fór Oddr
Kötluson oft með honum. Oddr var „málugr, slysinn ok rógsamr“,
urðu þeir oft seint á ferð, enn Gunnlaugr fór jafnan heim. J>að
var einn dag öndverðan vetr, að þeir Gunnlaugr og Oddr fóru í
Mávahlíð og urðu síðbúnir heim. Geirriðr vildi ekki að Gunnlaugr
fœri, enn hann vildi ráða; þeir komu í Holt, og bauð Oddr Gunn-
laugi þar að vera um nóttina, enn hann vildi ekki. Gunnlaugr kom
ekki heim um kvöldið, enn fanst um morguninn fyrir dyrum; lá
hann þar og var „vitlauss4*; hann var borinn inn; var hann „allr
blóðrisa um herðarnar11, enn hlaupið hold af beinum; lá hann all-
1) Eg hefi nokkuð, rannsakað Eyrb. og skýrt hana með myndum,
sem kunnugt er, sjá Árb. fornleifafél. 1882, bls. 93—105; r og svo aftr í
sumar, 1889, kom eg á alla sögustaði Eyrb. alt innan úr Álftafirði og
alla leið út að Bjarnarhöfn; enn á því svæði og niðrf þórsnesi gerðust
flestir aðalviðburðir sögunnar; hugði eg að þessu öllu nákvæmlega, og
fann hvergi frásögnina halla frá því rétta í sambandi við sögustaðina;
nema á einum stað var eitt örnefni misritað, sem var samansett af
tveimr orðum, er bæði enduðu á: «brekku», og á öðrum stað sýnist vera
fallið úr eitt orð, og einn stafr f endingu eða eitthvað slíkt. þannig
hefir mér reynzt Eyrbyggjas.