Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 43
43
vestr frá Voðmúlastöðum, nokkur hundruð faðma, var hinn forni
Vörsabær. J>ar stendr nú hóll eða jarðtorfa, nokkurar mannhæðir á
hæð, enn Htil ummáls. far í kring er uppblásið orðið af sandi og lág-
lent, með vatn srensli; þessi jarðtorfa er leifar af hæð, sem bœrinn hefir
staðið á. Fyrir vestan túnið áVoðmúlastöðum sést fyrir mjög lágri
og niðrsokkinni girðingu á eggsléttum velli; á þrjá vegu verðr
garðrinn rakinn, enn á einn veginn sést hann ekki. Hann er um
eða yfir 100 faðma á annan veg, enn um 60 á hinn. þ>essi girð-
ing heitir enn í dag Höskuldargerði'. J>að er ljóst af Njálu,, að
Höskuldr var veginn austan til í gerðinu, sem snýr að Voðmúla-
stöðum, og þeim megin biðu þeir Skarphéðinn undir garðinum-
sem sneri frá Vörsabœ.
Bergpórshvoll stendr á töluvert háum grashól, löngum og mjó-
um, og gengr hali hólsins vestr undir afbýlið Kdragerði. Túnið
nær vestr á halann. Mýrarsund er á milli túnanna 60 faðma á
breidd. Fyrir austan bœinn er lægð, og þar austr og suðr af er
hvollinn. Hann er miklu hærri enn hóllinn undir bœnum og víðr
um sig. Ofan í hvolinn er breið og víð laut, ekki djúp, enn þó svo
djúp, að ekki sér til bœjarhúsa, standi maðr í henni miðri. Um-
hverfis bœinn er annars sléttlendi, alveg marflatt. Á lengra veg-
inn er hvollinn 50 faðmar, ef yfir hann er mælt frá landsuðri til
útnorðrs, enn á hinn veginn er hann nokkuð minni; hæðin er um
50 fet. Eins og þegar er sagt, standa bœjarhúsin á aflöngum hóla-
hrygg og snúa bœjarþilin rétt á móti suðri. Húsin standa nú sjö
í röð á nær því 20 faðma svæði. Bæði að sunnan og norðan er
hella niðr frá húsunum, svo að víst er, að engar fornar byggingar
hafa getað staðið þar á hvorugan veg, og ekki sjást heldr nokkur-
ar menjar þess að austan eða vestan. pað er því víst, að skáli
Njáls hefir hlotið að standa þar sem bæjarhúsin standa. f>etta
sannaði og rannsóknin, sem síðar skal getið. E'ramhlið á skála
Njáls, eða höfuðdyrnar, hafa auðsjáanlega snúið móti suðri. Hvoll-
inn blasir því við á ská til vinstri handar af hlaðinu. þ>etta kemr
og mæta vel heim við orð sögunnar. Ur miðri dœldinni á hvolnum
heim á mitt hlaðið eru 45 faðmar.
1) í handriti einu, sem Sigurðr Vigfússon hafði undir höndum og á
er Njáls saga og fleiri Islendinga sögur, stendr, að gerðið, þar sem
Höskuldr Hvítanessgoði var veginn, #heitir síðan Höskuldargerðin (ætti
að vera: Höskuldsgerði). I öðrum handritum af Njálu, sem kunn eru,
er gerðið ekki nefnt svo. þetta handrit er að vísu ekki gamalt, enn það
virðist stafa frá gömlu og góðu handriti, því að á mörgum stöðum virð-
ist það réttara enn þau handrit, sem höfð hafa verið til samanburðar
við útgáfur sögunnar; einkum virðist það réttara í ýmsum þeim atriðum,
sem hafa þótt vafasöm og valdið ágreiningi um rétthermi sögunnar.
V. Á.
6*