Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 44
44 Föstud. íié.ág. var eg kyrr á Bergþórshvoli. þ>ar sem, eins og þegar er sagt, bœjarhúsin standa ofan á hinum forna skála Njáls, verðr þar engri rannsókn við komið, hvað stœrð hans snertir. Var því einungis hér um að rœða, að leita að sönnun fyrir því, að skál- inn hafi staðið á hinum tiltekna stað, og að það sé áreiðanlegt, að hann hafi verið brendr. Hið eina, sem hér var að gera, var að leita að ösku og þess konar kennimerkjum. Um morguninn kl. 8 tók eg að grafa í húsagarðinn rétt niðr með húsunum að baki þeirra; hafði þrjá menn í vinnu og gróf gröf, sem var um 9 fet á lengd, enn 6 fet á breidd. þ>egar kom- ið var 3 álnir niðr, fóru að koma í ljós svartbrunnir viðarleggir; enn þegar lengra kom niðr, urðu fyrir mér heil lög af stórkostlegri ösku trjá effa viðar, líkast kolum, brendum af trjáviði (ekki hrísi); innan um öskulög þessi var rauðleit aska, ásamt brendu rofi eða veggjatorfi; þar að auki komu hér og hvar í ljós stórkostlegir flekkir af grárri og hvítri ösku; enn fremr nokkur dökkleit lög, sem eg gat ekki beinlínis séð, af hverju hefði verið. Eg fann og sem litla plötu, sem var orðin að ryði (spanskgrœnu); líka fann eg nokk- ur hágrœn korn, sem vóru auðsjáanlega leifar af bronze, sem orð- ið var ummyndað í grœnt efni. Hingað og þangað innan um þessi öskulög fann eg brunna steina, sem vóru auðsjáanlega sprungnir í eldi; sumir þeirra vóru svo, að eg gat brotið þá með höndunum; þar að auki fann eg nokkura búta, sem líktust samanrunnu smiðju- gjalli. Enn fremr fundust stórar hellur þunnar, sem flísuðust í sundr, og höfðu auðsjáanlega verið í eldi. Neðarlega í þessum lögum fann eg vott af fúnu tré, lítt eða ekki brendif. Alt þetta sem nú er nefnt, fór að koma í ijós, eins og áðr er sagt, þegar búið var að grafa 3 álnir niðr; þessi lög héldu svo áfram, þar til komið var á 5 álna dýpt; þá tóku þessi kennimerki aftr að minka. Eg gróf hér nokkuð á 6. alin niðr, því að eg vildi fyrir hvern mun rannsaka hér til hlítar, og þóttist eg þá sjá, að komið var ofan í fast leirlag. Eg skal og geta þess, að öll kennimerki vóru hér svo glögg, að enginn getr efazt um, að hér hafi fram farið stór- kostlegr húsbruni, og að margt hafi hér inni brunnið af ýmsu; bein- askan, sem eg fann, hlýtr, t. d., að vera af slátruðum stórgripum, sem átt hafa að vera til matar (sbr. söguna um uxann, sem var nýslatraðr). Allra neðst í gröfinni neðan til í þessum lögum og fyrir neðan þau, eru stórir steinar, sem ekki urðu hreyfðir. Niðr með einum fanst mikið af funum beinum og beinataugum, sem ekki sýnast vera brunnin; meðal þess, sem heillegt var, var kast af litlum legg, partr úr mjóu rifbeini og enn annar styttri, einn jaxl, tvær framtennr, önnur minni, og tvö samföst tannbrot; enn fremr mjög lítið bein
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.