Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 49
49
þá eru nú sléttar grundir grasi vaxnar. f>að lítr út fyrir, að þeir
Starkaðr hafi setið fyrir Gunnari undir nyrðra hólnum, þvi að þar
mun vegrinn hafa legið fram hjá, enn þeir mistu af þeim Gunn-
ari, sem hleyptu fram hjá austr til Rangár, því að þar var vígið,
sem fyrr segir. Má ríða það á 15 -20 mínútum með flugreið.
fiyrirsátin var nauðsynleg við Knafahóla, því að þar hafa skifzt veg-
ir; annar liggr niðr að Keldum, enn hinn austr með ánni, orrustu-
staðnum; hefir Gunnar vitað af klettinum. Síðan hefir gamli vegr-
inn legið frá ánni fram með hraunbrúninni og austr að f>ríhyrningi,
og má fara hvorum megin hans sem vill. í'rá því spottakorn frá
dysjunum og niðr undir Keldur er áin í þrengslum. þ>ar neðst er
foss. Á þessu svæði mun Flosi hafa skotið spjótinu að Ingjaldi.
Hefði það verið neðar, þar sem komizt varð yfir ána, mundu þeir
hafa elt Ingjald. þ>etta hefir helzt verið sem næst undan Keldum,
skamí upp frá fossinum efra. |>ar mun mjóst, og er þó breitt.
|>ar fyrir bfan efra fossinn heitir nú Vígi; ganga þar sem tvö nef
fram hvort á móti öðru, sem svo heita; eg fór þar með ánni, enn
sá ekki vel Vígið; bóndason á Keldum sagði mér þetta. — Skamt
frá dysjunum fanst fyrir skömmu spjót lítið (skotspjót), mjög ryð-
brunnið; heldr þó lagi; mest af falnum er af. þ>etta spjót var mér
gefið og tók eg það með; líka fundust þar járnmél með höldum
eða hringjum, er gengið hafa upp á höfuðleðrið, að því leyti heil,
enn mjög ryðbrunnin, og fékk eg þau. — Gamall skáli er á Keld-
um; hann er með digrum og gömlum innviðum, öllum strykuðum
fyrir innan rönd, og eins eru bitarnir, og strykaðir í miðju. Slétt
þil er fyrir skálanum, strykða, með fellingum; reisifjölá; borð sum
ákaflega breið og þykk. Skálinn hefir staðið frá ómunatíð og er
af þeim elztu byggingum, sem eg hefi séð. Lengd á skálan-
um er 28 fet innan og breiddin 12 fet. Sagt er að þessi skáli
hafi verið hálfu lengri áðr.
Síðan fór eg frá Keldum og niðr með Rangá og athugaði um
víg |>orgeirs Oddkelssonar og síðasta bardagann við Rangá. Skamt
fyrir neðan þar sem Teitsvötnin koma í Rangá heitir Skógarmanna-
vað. í>ar fyrir neðan koma aftr þrengsli, er áin fellr í gegnum
gamalt hraun undan nyrðra háhnúknum á Árgilsstaðafjalli; rétt
skamt fyrir neðan vaðið er fastr hraunsteinn, sem Páll í Árkvörn
sagði, að kallaðr hefði verið þorgeirssteinn. Mjór brunahrauns-
tangi er á milli Fiskár og Rangár, með einlægum lautum og hæð-
um, og rétt við ána eru einkanlega djúpar lautir og hólar, gott
fyrirsát; úr þvi þessu hrauni og þrengslum sleppir, er hvergi gott
fyrirsát með ánni með marga menn og hesta alt niðr til sjóar.
Viðast eru sléttar eyrar, sumstaðar bríkur eða börð. £>ær eyrar,
sem nefndar eru í Njálu, munu vera Móeiðarhvolseyrar, sem eru
7