Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 50
50
engjar í f>verá. J>etta er á móts.við Móeiðarhvol að sunnanverðu.
f>að var að vísu lengra fyrir Gunnar að ríða þennan veg, eða fyrir
austan í>ríhyrning, sem er þó beztr vegr, «nn inn í Fljótshlíð, eða
þá upp hjá Velli og austr þar til Geilastofna. Gunnarr mun hafa
verið vanr að ríða þessa leið, með því það er þurrari og betri vegr,
og ekki einu sinni tímamunr. |>ennan veg hefir hann því riðið,
þegar hann var að sjá um andvirki sín. Bardaginn mun því eftir
þessu hafa orðið upp með Rangá að austan, skamt fyrir ofan J>or-
geirsstein. |>ar eru nef eða smáhæðir, sem ganga fram í ána;
getr þar hafa verið nokkurt vígi, og svo hlýtr að hafa verið, þar
sem þeir Gunnarr vóru tveir, enn hinir 26, þótt sagan tali ekki um
neitt sérlegt vígi. Niðr með Rangá fyrir ofan Móeiðarhvol hafa
þeir ekki getað setið fyrir honum; þar eru sléttar eyrar, og ekki
leyni, enda svo nálægt bœjum, eða Móeiðarhvoli, þar sem Gunnarr
átti bú (sbr. Njálu). J>á verðr þó alt rétt í sögunni, þótt bardag-
inn hafi verið þar upp frá sem fyrr segir.
Miðvikud. 29. ág. fór eg frá Velli og yfir að Hofi. Bœrinn á
Stórahofi stendr nú fyrir norðan Rangá, skamt upp frá ánni, svo
sem rúma 60 faðma. Hár bakki er með ánni fram undan túninu,
enn ekki er þetta hinn forni bœr. Fyrir norðan bceinn eru slétt-
ar grundir grasi vaxnar; enn fyrir ofan þetta sléttlendi er löng
brekka, enn lág, og er atlíðandi suðr að bœnum. f>ar hefir hinn
forni bœr á Hofi staðið, svo sem 400 faðma norðr frá bœnum nú,
eða rétt mælt 370 faðma. |>ar er nú alt uppblásið og þess vegna
hefir bœrinn verið fluttr. þ>ar eru tveir hólar, sem bœrinn hefir
staðið, og er s>'n varða á hvorum stað. Einkanlega hafa bœjar-
húsin staðið á hinum eystra hól; þar sést fyrir steinaröðum af
hleðslu utan í hólnum og grjót á stangli, enn ekki sést fyrir veru-
legum tóftum þar, því það er alt blásið; fyrir austan hólinn sést
fyrir þremr tóftum, eða brot af þeim; ein af þeim er mjög breið.
Niðr frá bœnum á grundinni er ákaflega stór tóft, forn, kringlótt,
enn dálítið aflöng; hún er 16 faðmar i þvermál; dyr vestr úr.
f>etta hefir auðsjáanlega verið hestarétt, því haugr sést uppgróinn
vestr frá dyrunum. f>að er víst, að þetta er hinn forni bœr, því að
hér hefir fundizt mikið af stórgripabeinum (nokkuð sá eg þar) og
bæði koparrusl og járnrusl og fleira. Alt norðr frá bœnum tekr
við Geitasandr. Austr frá hinum forna bœ er móbergshryggr og
standa háar móklappir upp úr. f>essi staðr er nú kallaðr ,Val-
garðr'. J>ar hefir fundizt fyrir löngu öxi; hún var heldr lítil, enn
járnþykk, með uppbrettum hyrnum og hringmynduð fyrir egg.
Oxin var að vísu ryðbrunnin, þegar hún fanst, enn hélt þó allri
lögun sinni og járnið var ekki orðið ummyndað. Eins og títt er,
▼ar hdn því lengi höfð fyrir viðaröxi, því að hún beit vel, og