Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 60
6o Eg skal enn fremr geta þess, að eg fann mannvirki eitt fyrir austan traðirnar, ofan til við hinar fyrrnefndu búðir, eða nær brekk- unni; það stendr rétt við kálgarðshornið austasta; þeir eru alls þrír niðr undan bœnum. Mannvirki þetta er nærri kringlótt upphækk- un, mjög hátt umhverfis, og myndar þannig nær kringlótta tóft með ákaflega digrum veggjum, enn er orðið mjÖg útflatt og vall- gróið. Niðr úr því til suðrs er vítt op, sem lítr helzt úr fyrir að hafa verið inngangr. Mannvirki þetta er 42 fet á hvern veg, að því er mælt verðr, enn hér er ilt að ákveða víst mál, eins og víð- ar, þar sem orðið er mjög útflatt og engin vís takmörk sjást. þ>að er auðvitað, að þetta muni vera orðið aflagað, eins og fleiri búðir og mannivrki hér, með því bæði að bera ofan í það og jafnvel rista upp og slétta yfir. Ómögulegt er því að ákveða, hvað þetta hefir verið upphaflega, enn það eina er víst, að það hefir ekki verið búð. þ>að sýnir lögun þess og annað ásigkomulag. þ>að er bágt að geta nærri, hversu mjög og hve margt hér kann að vera orðið aflagað, með því að hér hefir oft fokið sandr á túnið og þá verið mokaðr saman í hauga, og síðan verið borinn ofan í búða- tóftirnar og tyrft svo yfir, og þá sumt sléttað sem áðr er sagt. J>etta hefir valdið hér mestri eyðileggingu á þingstaðnum. Eg leitaði hér nákvæmlega um allar. þingstaðinn, ásamt merk- um manni, meir enn tvo daga, fram og aftr að öllum þeim búðum og mannvirkjum, eða vott af þeim, sem unt var að finna. Utan túns fann eg enga búð, svo að eg gæti með vissu ákveðið. þ>að er og eðlilegt, að búðastœðin hafi verið notuð fyrir tún — þetta er stórt svæði—, þar sem bæði var hér beztr jarðvegr og frjósamastr, og jörðin hafði svo oft verið hér hreyfð. Búðirnar standa og á því svæði, þar sem mest er skjól fyrir norðanátt og kulda. Miðvikud. 5. sept. fór eg um Landsveit. Kom að Flagveltu (Flagbjarnarholti). Vestr frá bœnum, spottakorn frá ánni, er hæð, sem heitir fingholt. Vestan í henni eru grasbrekkur, og þaðan slétta niðr að ánni. Fyrir vestan hæðina standa fornar tóftir eða búðir. Syðsta tóftin (1.) snýr í austr og vestr; hún er fornleg; sést þó nokkuð greinilega; er 52 fet á lengd og 18 fet á breidd. Tíu faðma norðr frá búðinni er stór hringr, nær kringlóttr, með þykk- um veggjum, fornlegr, enn þó glöggr; dyr greinilegar vestr úr; hann er 59 fet í þvermál á annan veg, enn 56 fet á hinn veginn. Norðr frá hringnum standa undir brekkunni fimm fjárhús; eru 30 faðmar norðr að syðstu fjárhúsunum frá hringnum; ofar og nær brekkunni stendr eitt fjárhúsið. þ>að hefir verið bygt ofan í enda einnar búðar (2.), sem snýr austr og vestr, undan brekkunni; á eystra gaflhlaðið sést út undan fjárhúsinu; búðin er 49 fet á lengd og 20 fet á breidd; dyr verða ekki sénar, þvi að nokkuð af búð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.