Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 64
64
UgUm monnurn, að fara austr þennan langa veg á fjðllum uppi, þar
sem árnar mundu verða illar yfirferðar; eg mundi verða að liggja
þar úti í óbygðunum, enn allra veðra von, þar sem svo var áliðið
sumar. Eg réð því af að fara upp í Borgarfjörð og rannsaka þær
sögur, er við koma því héraði, eins og kunnugt er orðið.1
þ>essi ferð austr var því ákveðin sumarið 1885, og varð henni þá
framgengt; fór eg fyrst austr að Bergþórshvoli, gróf þar af nýju
og fann meira af hinu „hvíta efni“ og annað efni sem líktist því
og fleira. Síðan fór eg austr Fjallbaksveg fyrir norðan jökul báð-
ar leiðir, og var fimm nætr úti á fjöllunum, upp til Álftavatna, og
þá alt austr á Síðu. þegar eg kom aftr að austan, fór eg vestr
yfir Markarfljót, upp í Goðaland, upp Krossársand, sem er milli
Goðalands og þ>órsmerkr, og alt inn undir jökul, því að hér þurfti
eg betr að athuga. Siðan fór eg út að Hofi og Kirkjubœ. í
Kirkjubœ gróf eg af nýju (í ostabúrið).
Bergþórshvoll.
(Rannsókn í húsagarðinum, þar sem skáli Njáls stóð, 22. á-
gúst 1885.).
Fyrst lét eg grafa gröf við hliðina á þeirri, er eg gróf sum-
arið 1883. Gröf sú er nokkrar álnir á hvern veg, enn 4*/2 al. á
dýpt. Fj'rst kom eg ofan á rof áfast við þunnar hellur, og var
rofið að utanverðu, enn að neðan voru sjáanlegar leifar af árefti,
fastar við hellurnar ásamt moldinni, þannig að hér er bersýnilegt,
að helluþak hefir verið utan á innviðum skálans, samkvæmt því
sem eg fann 1883. Síðan fann eg þar marga búta og filísar af
hörðu tré, og vóru sumir með auðsjáanlegum brunakennimerkjum.
Stœrsti bútrinn er rúmra þriggja þuml. breiðr, og er svo sem sag-
að af öðrum enda, og virðist vera endi af lista, því að á honum
sýnast jafnvel vera stryk, sem liggja langsetis. Nœr því neðst í
gröfinni fundum við mikið af hvíta efninu, sem lá í heillegum
stykkjum og var einkum á einum stað; sbr. hið hvita efni, er eg
fann 1883. Utan um þetta sumstaðar virtust vera nokkrar leifar af
tré, sem var svo fúið, að alt datt í sundr, þegar það var upp tek-
ið. Allra neðst í gröfinni var eins og brunnin moldaraska, kolsvört
samanþjöppuð sem gólfskán, sem lá í lögum. Eg skal einnig geta
þess, að við fundum sólugt rof með viðarösku í. Sumstaðar í þess-
1) Arb. fornleifafél. 1884—1885, bls. 61—138, og Árb. 1885, bls.
1—51.