Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 91
Nr. 1. Altaristaflan, sem nú er yfir altarinu, er 2s/4 al. á
hæð, þar sem hún er hæst f miðjunni, og til beggja hliða rúmar 2
áln.; enn breiddin á lægra hlutunum nær 15 þuml. Ef örmunum er
flett alveg út, er hún á breidd 5 ’/2 al.; enn er armarnir eru látnir
aftr, svara þeir til lögunarinnar á töflunni að ofan, og er hún þá
á breidd 2s/4 al. J>annig skiftist altaristaflan í 3 aðalhluta. Allr
miðhluti töflunnar sýnir krossfestinguna, á Golgata. í miðið er
Kristr á krossinum, svo hár, að hann nær upp á hæsta arm töfl-
unnar. Til beggja hliða honum eru ræningjarnir, og eru krossarn-
ir, sem þeir eru festir á, nokkurum þumlungum lægri enn krossinn
Krists. Beggja megin við Krist, milli hans og ræningjanna, eru
tvær litlar englamyndir, er svífa í lausu lofti og halda á bikurum.
Á krosstrénu fyrir neðan fœtr Krists er þriðji engillinn, sem éinnig
heldr á bikar, og drýpr í hann blóðið af líkama Krists. Yfir höfð-
um illvirkjanna eru 2 mjög litlar myndir. Annað er kona, er heldr
á ofrlitlu barni, og er hún uppi yfir hinum iðranda ræningja. Hitt
er ófreskja, sem einnig heldr á barni, og munu þessi börn eiga að
tákna sálir ræningjanna, sem þessar verur taka á móti. Búið er
að brjóta bæði handleggi og fótleggi ræningjanna, og er það mjög
eðlilega sýnt, ásamt blóðlækjum, sem úr sárunum renna. Kristr
er þegar andaðr. Uppi yfir þessu öllu, f miðarmi töflunnar, eru
gotneskir bogar og hvelfingar, enn fyrir framan þetta eru rósir og
lauf í gotneskum stíl, mjög gylt víða, enn til beggja hliða ganga
niðr snúnar súlur mjóar, gotneskar.
Undir krossinum að framanverðu eru ríðandi 2 hermenn i 15.
aldar búningi og herklæddir spangabrynjum, enn alls eru riddararn*
ir hœgra megin krossins 3. Riddararir eru f skrautbúningum, bæði
gyltum og með ýmsum iitum, og sverði gyrðir, að því er sést. Sá
riddarinn, sem næst er krossinum, heldr á ákaflega löngu spjóti,
er nær upp á móts við brjóst Krists. Vinstra megin krossins krýpr
kona og heldr báðum höndum um krossinn. Kona þessi er f loga-
gyltum kyrtli og þar utan yfir í skikkju logagyltri, með breiðum
hlöðum niðr beggja vegna. Um hárið, sem sýnist uppsett, hefir
hún blæju, eða dúk, mjög þunngervan. Framan til við hlið kon-
unnar er önnur kona, sem er að hníga niðr. Hún er í logagyltum
dragkyrtli, með ferskeyttri höfuðsmátt. Kyrtillinn er með víðum
ermum og síðum, alt gylt um utan. Hún er í gyltri skikkju með
rauðu fóðri, og dökku hlaði umhverfis. þ>essi kona hefir yfir
höfði sér dröfnóttan höfuðdúk, mjög þunngervan. Á bak við konu
þessa er karlmaðr, og tekr hann undirhendr konunnar, að hún hnígi
ekki algerlega niðr. Hann er í yfirhöfn með gyltum hlöðum og
ljósbláu fóðri. Er hún i hálsinum hnept með einum knappi, og
slær sér svo út. Maðr þessi er berhöfðaðr. Undir er hann í rauð-