Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 91
Nr. 1. Altaristaflan, sem nú er yfir altarinu, er 2s/4 al. á hæð, þar sem hún er hæst f miðjunni, og til beggja hliða rúmar 2 áln.; enn breiddin á lægra hlutunum nær 15 þuml. Ef örmunum er flett alveg út, er hún á breidd 5 ’/2 al.; enn er armarnir eru látnir aftr, svara þeir til lögunarinnar á töflunni að ofan, og er hún þá á breidd 2s/4 al. J>annig skiftist altaristaflan í 3 aðalhluta. Allr miðhluti töflunnar sýnir krossfestinguna, á Golgata. í miðið er Kristr á krossinum, svo hár, að hann nær upp á hæsta arm töfl- unnar. Til beggja hliða honum eru ræningjarnir, og eru krossarn- ir, sem þeir eru festir á, nokkurum þumlungum lægri enn krossinn Krists. Beggja megin við Krist, milli hans og ræningjanna, eru tvær litlar englamyndir, er svífa í lausu lofti og halda á bikurum. Á krosstrénu fyrir neðan fœtr Krists er þriðji engillinn, sem éinnig heldr á bikar, og drýpr í hann blóðið af líkama Krists. Yfir höfð- um illvirkjanna eru 2 mjög litlar myndir. Annað er kona, er heldr á ofrlitlu barni, og er hún uppi yfir hinum iðranda ræningja. Hitt er ófreskja, sem einnig heldr á barni, og munu þessi börn eiga að tákna sálir ræningjanna, sem þessar verur taka á móti. Búið er að brjóta bæði handleggi og fótleggi ræningjanna, og er það mjög eðlilega sýnt, ásamt blóðlækjum, sem úr sárunum renna. Kristr er þegar andaðr. Uppi yfir þessu öllu, f miðarmi töflunnar, eru gotneskir bogar og hvelfingar, enn fyrir framan þetta eru rósir og lauf í gotneskum stíl, mjög gylt víða, enn til beggja hliða ganga niðr snúnar súlur mjóar, gotneskar. Undir krossinum að framanverðu eru ríðandi 2 hermenn i 15. aldar búningi og herklæddir spangabrynjum, enn alls eru riddararn* ir hœgra megin krossins 3. Riddararir eru f skrautbúningum, bæði gyltum og með ýmsum iitum, og sverði gyrðir, að því er sést. Sá riddarinn, sem næst er krossinum, heldr á ákaflega löngu spjóti, er nær upp á móts við brjóst Krists. Vinstra megin krossins krýpr kona og heldr báðum höndum um krossinn. Kona þessi er f loga- gyltum kyrtli og þar utan yfir í skikkju logagyltri, með breiðum hlöðum niðr beggja vegna. Um hárið, sem sýnist uppsett, hefir hún blæju, eða dúk, mjög þunngervan. Framan til við hlið kon- unnar er önnur kona, sem er að hníga niðr. Hún er í logagyltum dragkyrtli, með ferskeyttri höfuðsmátt. Kyrtillinn er með víðum ermum og síðum, alt gylt um utan. Hún er í gyltri skikkju með rauðu fóðri, og dökku hlaði umhverfis. þ>essi kona hefir yfir höfði sér dröfnóttan höfuðdúk, mjög þunngervan. Á bak við konu þessa er karlmaðr, og tekr hann undirhendr konunnar, að hún hnígi ekki algerlega niðr. Hann er í yfirhöfn með gyltum hlöðum og ljósbláu fóðri. Er hún i hálsinum hnept með einum knappi, og slær sér svo út. Maðr þessi er berhöfðaðr. Undir er hann í rauð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.