Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 93
93
in, og eru 3 í hvoru hólfi. f>eir eru allir í logagyltum skikkjum
og dragkyrtlum, og víðast gullhlað, sumstaðar tvöfalt, neðan um
kyrtilinn, enn sumstaðar er það farið af. í hærra arminum eru
þeir allir berhöfðaðir. Sá sem yzt er í efra hólfinu hœgra megin
heldr á exi. Hann virðist og hafa blæju yfir höfðinu. Sá er í
miðið er heldr á bók, og hinn þriðji á gyltum kaleik. Hann heldr
og á litlu sverði eða sverðsting. Hann er skegglaus; en allir hinir
á þessum armi hafa hrokkið hár og sítt skegg. Sá yzti í neðra
hólfinu heldr á bók og tvískeftri sög, langri. Sá í miðið heldr á
bók í vinstri hendi, en með hœgri hendi styðst hann á hlut, sem
ekki er ólíkr langri exi, en þó liggr strengr eftir því endilöngu;
hvort þetta á að tákna hijóðfœraboga er ervitt að segja. Hinn
þriðji styðst við klumbu, með bugðu og hnúð á neðra enda. í
báðum hólfunum yfir myndunum eru gyltar laufaviðargreinar og
utan með snúnar súlur, enn í milli, sem aðskilr myndirnar, eru viðar-
greinar með kvistum, saman snúnar, svo sem áðr er um getið í mið-
hluta töflunnar. f>essar greinar mynda súlur með fœti að neðan
(,sokkel‘), en að ofan súluhöfði (.capitel'), og gengr laufviðarverk-
ið upp af súluhausunum. í vinstra armi töflunnar í efra hólfinu
yzt er postuli, sem heldr á bók. Sá er sköllóttr, með Htinn topp
í krúnunni. Sá í miðið stendr með krosslagðar hendr. Hann hef-
ir á höfðinu flata hettu með uppbroti að framan. Sá þriðji hefir
á baka til við sig skákross (X) og hefir hinn vinstra arm hringað-
an um efra hluta krosstrésins. Postulinn yzt í neðra hólfinu heldr
á bók í vinstri hendi, enn hin höndin er máð af. Hann er og sköll-
óttr, með hár 1 vöngum, enn skegglaus. Sá í miðið heldr á bók
i báðum höndum, því að hún er opin. Hann er og skegglaus.
Hinn þriðji heldr á bók. Eg skal geta þess, að allir í þessum
arminum, sem eru ekki áðr undanteknir, hafa vilt skegg og hrokk-
ið hár. Umgerðin í báðum hvolfunum er sams konar í þessum
arminum sem hinum.
Alt baksviðið (.baggrunden') á báðum örmum töflunnar er loga-
gylt, alt með rósum og fágað. Sama er og að segja um baksvið-
ið í öllum miðhluta töflunnar. þ>ess skal að eins getið, að bak við
Krist á krossinum er gyllingin orðin föl, sem sýnilegt er, af Ijós-
reyk. Enn fremr skal eg geta þess, að á bak við höfuðin á öllum
postulunum eru ýmist rauðar eða bláar kringlur. Sama er að
segja um allar myndirnar til beggja hliða á miðhluta töflunnar.
Framan á báðum örmum töflunnar ganga enn upp hólf, er
svara til hækkunarinnar á miðhluta töflunnar, þegar hún er látin
aftr. Hólf þessi eru bæði á hæð og breidd helmingi minni enn
hin. í hólfinu í hœgra arminum stendr fremst mannsmynd nakin
upp við trjástofn. í vinstri hlið myndarinnar, sem hefir blæju um