Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 95
95
ar þeirra ör að myndinni, enn alls standa í henni 12 örvar, 6 á
hvora hlið, og er ein þeirra i hjartastað. Myndin er öll blóði
drifin.
Á vinstra armi töflunnar er mynd af Kristi upprisnum, því að
naglaförin sjást, og er hann berhöfðaðr, með slegið hár, í víðum
hjúp, og heldr á spaðamynduðum sprota, sem hann styðr á jörðina.
Frammi fyrir honum er kona, er virðist hálfkrjúpa. Hún er í
kyrtli uppþröngum, með mikilli höfuðsmátt. Ofan frá höfðinu
gengr mjög þunnger blæja, og lýkr konan höndum saman yfir
brjósti sér og virðist mjög áhyggjufull. þ>að virðist jafnvel, svo
sem Kristr bendi henni.
Allar þessar máluðu myndir framan á töflhnni eru fremr vel
gerðar.
Nr. 2. Altarisklæði, sem hangir framan á altarinu, alt út-
saumað, með 5 mannsmyndum, nær 3 áln. á breidd og 1á hæð.
Á því eru útsaumaðir byskuparnir: Jón hinn helgi Ögmundarson,
þorlákr helgi og Guðmundr góði. þeir eru allir saman skrýddir
byskupsbúnaði að kaþólskum sið, með mítr á höfði og bagal í
hendi, og þarf eigi frekara að lýsa þessum búningi að svo stöddu,
með því að hann er svo sem á öðrum páfa myndum og byskupa,
sem nóg er til af á Forngripasafninu og hjá sjálfum mér. Klæða-
litirnir eru ýmist rauðir, bláir, gulir eða hvítir. Til beggja hliða á
altarisklæðinu eru konumyndir, sín á hvorum enda. Önnur er með
vængjum. Hún er í rauðum kyrtli eða hjúp, og báðar halda kon-
urnar á einhverju, sem likist lúðri eða horni eða einhverju þess
konar sýnitákni (,symboli‘). Onnur konan heldr þar að auki á bók.
Fyrir ofan byskupamyndirnar standa nöfn þeirra á latinu, enn það
sem yfir konumyndunum er verðr eigi lesið. Sumstaðar i mynd-
unum hefir verið saumað utan með gull- og silfrvír, enn mjög er
það fölt orðið. Allir 3 byskuparnir eru með .gloríu' kringum höf-
uðin. Grunnrinn á altarisklæðinu undir myndunum er allr gulr.
þetta altarisklæði virðist bera það með sér, að það sé íslenzkt.
Saumrinn er fremr stórgerr, enn ákaflega sterkr. Litirnir einnig
íslenzkir. Að neðan er altarisklæðið alt trosnað og fóðrið hangir
niðr svo sem rifin skötubörð, og væri það því betr komið á Forn-
gripasafninu, enn að hanga fyrir altarinu í Hóla-kirkju.
Á ofanverðu altarisklæðinu er altarisbrún, öll útsaumuð með
rósaleggjum, blöðum og blómum, og er alt þetta lagt með silfrvír,
og rautt kögur að neðan. Á miðri altarisbrúninni eru stafirnir „I
H S“ (Jesús). Altarisbrún þessi er öll rifin og með götum, og er
þó notuð fyrir altarið. Hún hefir öll verið saumuð með silki, enn
vírinn er orðinn fölr, svo sem eðlilegt er. Á altarinu að ofan er
spænskt leðr, fornfálegt og víða með götum.