Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 103
103
lengd og 22 þuml. á breidd, brjóstmynd i fullri stœrð. Maðrinn
hefir ákaflega þykt parruk, með hvíta blæju knýtta um hálsinn,
og sést fyrir rósum í endunum. sem niðr hanga. Myndin er í fagr-
blárri kápu, sem liggr í fellingum, og verðr þá litrinn með skugg-
um. Á hálsinum vottar fyrir því, að kápan sé með rauðu rósa-
klæði, enn að framan sýnist hlaðið brettast upp, og er þá fóðrið
rautt. Mynd þessi er með stórri rifu að neðan, enda öll meira og
minna sprungin, enn hefir verið ferniseruð yfir1.
Nr. 24. A norðrhlið kirkjunnar fyrir framan róðuna miklu er
myndaspjald úr tré yfir Ingihjörgu Benediktsdóttur (f 1673), mið-
kona Gísla byskups forlákssonar. Á miðju spjaldinu er langt mál
á latínu, sem eg hirði eigi hér að rita. Neðan undir stendr burð-
artíð og dánartíð hennar, nfl. 2. marz 1636 og 24. jan. 1673.
Nest á spjaldinu er mynd, sem eflaust á að vera mynd frúarinnar,
og er hún í þeirrar tíðar islenzkum búningi, með vafinn fald og
hatt. Hattrinn er með 5 gyltum röndum umhverfis og auk þess
er 6. röndin á börðunum. Hún er í svartri kápu sem er sett gylt-
um pörum á báða barma, svo langt niðr sem sést. Kápan sýnist
flegin langt ofan á brjóstið, og eftir börmunum er útsaumað hvítt
lín með laufum. Niðr á brjóstið beggja megin sést á rautt undir
kápunni og hvitt lín á milli. Til beggja hliða við spjaldið eru
englamyndir, sín hvoru megin, og heldr hvor þeirra á spjaldi, sem
ritningargrein er rituð á.
Nr. 25. Næsta mynd þar fyrir framan er kvöldmáltíðin.
Myndin er 1 al. 14 þuml. á hæð og 1T/4 áln. á breidd. Hún er
flögnuð og trosnuð og rifin, og er slíkt ómetanlegr skaði, því að
hún hefir verið mjög vel gerð. Enn eg ætla ómögulegt að taka
eftirmynd af henni.
Nr. 26. Næsta mynd þar fram af, sem er fremsta mynd á
norðrveggnum, er af hinum frakkneska vísindamanni Panl (xailllárd
(f. 3t/i 1796), er ferðaðist um ísland árin 1835 °g 1836 og 1839, og
skáldið Jónas Hallgrímsson orti til hið alkunna, fagra kvæði :
„pú stóðst á tindi Heklu hám“2.
2. Lýsing legsteina í Hóla-kirkju3.
1. Legsteinn í ganginum milli byskupsstólanna, rétt fyrir fram-
an kórdyr, yfir Jóni byskupi Teitssyni (1780—1781) og Margrétu
1) Mun vera mynd Friðriks konungs fimta.
2) Af myndum þessum keypti Sigurðr Vigfússon til Forngripasafnsins
allar byskupamyndirnar (nr. 11—20), og myndirnar 21., 23. og 25. og
lét hressa upp á ýmsar þeirra og setja í ramma.
3) Lýsing þessi er líklega samin af þáveranda skólapilti pórði pórð-
arsyni, sem áðr er nefndr (bls. 90).