Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 108
io8
útsýni snertir á báðum þessum merku bœjum. Dalrinn er breiðr
og fagr, með sléttlendi og grundum. hið neðra. Á báðum þessum
bœjum er því stórmannlegt og fagrt. Bœrinn Hof stendr nú á háv-
um og stórum hól, mjög bröttum að r eðan eða vestan, og er bœr-
inn hér um bil miðja vega millum árirnar og fjallsróta.
Fyrir utan bœinn, norðvestr á sléttlendum hólbala, er liggr
miklu lægra enn bœrinn, sést fyrir fornum bœjarrústum, er eg verð
að álíta að svo sé. Að neðan og vestan er mjög stór tóft, er snýr
samhliða dalnum, eins og hann liggr hér. Tóft þessi er um 80 fet
á lengd, enn 40—45 fet á breidd, og snýr f norðr og suðr. Ut úr
vestrhliðinni við suðrgafl tóftarinnar er dœld mikil í hliðvegginn,
sem þó er mjög greinilegr. Hér verð eg því að ætla, að dyr hafi
verið. Við austrhlið tóftarinnar eru 3 afhús, hvert við annað. þ>au
eru öll fremr stór. Hið syðsta afhús er jafnsunnarlega og suðr-
gafl tóftarinnar. Hvar dyr inn í hús þetta hafi verið, get eg eigi
sagt fyrir víst. Enn inn í hin 2 afhýsin liggja dyr úr aðaltóftinni.
f>etta er og samkværnt hinni gömlu húsaskipun. ý>essi tóft heitir
enn í dag skálatóft, og eru það munnmæli, að þar hafi verið
drukkið erfið mikla, er þeir ý>órðr og jþorvaldr Hjaltasynir erfðu
föður sinn. f>að er og eigi ólíklegt, að hér hafi hinn gamli bœr
staðið, enn verið síðar fluttr upp á hólinn, þar sem hann stendr nú.
Veggir þessir eru allir miklir og digrir.
Beint upp og því nær í austr undan tóftum þessum er hóll
mikill, brattr að sunnan og vestan, eða þeim megin sem að tóft-
unum veit. Uppi á hól þessum standa nú fjárhús. Fyrir framan
eða vestan fjárhúsin vottar fyrir tóft. Veggir hennar eru ákaflega
útflattir og niðrsokknir. Sjáanlegt er, að dyr hafa verið fram úr
tóftinni, og snúa þær niðr að hinum tóftunum. Yfir austanverða
tóftina er pverveggr, sem er sýnu digrari enn það, sem séð verðr
af hliðveggjunum. Enn fyrir austan þennan þvervegg virðist jafn-
vel votta fyrir áframhaldi tóftarinnar eða afhýsi. Enn þetta er svo
óglögt, að eg þori ekkert með vissu um það að segja, enda er
það skiljanlegt, að hér hafi aflagazt, þar sem fjárhúsin eru bygð
hér rétt við. Fjarlægðin frá skálatóftinni upp að tóft þessari mun
vera um 30 faðmar. Að sunnanverðu við hól þenna, í millum hans
og hólsins, er bœrinn stendr nú á, gengr upp laut mikil og djúp,
sem enn í dag heitir Goðalaut. f>ótt laut þessi sé hið eina örnefni,
sem bendir á hofið, þá sýnist það ljóst, að hofið hlýtr að hafa
staðið þar nálægt. Og þá er á landslag og afstöðu er litið, þá
virðast miklar Jíkur til, að tóftin á hólnum sé hoftóft og leifar af
hinu forna hofi, enda er þetta samkvæmt því, er eg hefi annars-
staðar fundið og gert grein fyrir. Enn með þvi að fjárhúsin standa