Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 109
hér sem áðr er sagt, fann eg eigi ástœðu til að rannsaka þetta
með grefti.
Hér um bil 30 faðma austr frá húsunumer á holtrana nokkur-
um tójt mikil, sem snýr samhliða dalnum, mjög fornleg og útflött.
Hún er um 70 fet á lengd og 30—35 fet á breidd. — Vestr frá
þessari tóft sýnist votta fyrir annarri tóft, enn um hana verðr eigi
meira sagt.
í suðaustr af fjárhúsunum, enn beint í austr af bœnum, í nál.
60 faðma fjarlægð, er hinn svo nefndi Hjaltahaugr. Honum er
þannig varið, að hann er bunga, fremr lág, mjög útflött. Umhverf-
is bungu þessa vottar fyrir hringmyndaðri girðing. þ>ó er hún
glöggvari á sumum stöðum, enn sumum, enn óhætt er að fullyrða,
að garðr þessi hefir verið alibreiðr. pvermál hringsins, mælt út á
ytri brúnir garðsins, er hér um bil 80 fet enn eigi er hægt að á-
kveða með vissu, hve mikið af þessu kemr á sjálfan hauginn, því
að aðskilnaðrinn milli garðs og haugs er orðinn óglöggr. pessi
lögun á haug með garði í kring er samkvæm því, er eg hefi áðr
fundið.1 Ofan í haug þenna hefir verið grafin gröf allmikil, i tið
síra Benedikts Vigfússonar á Hólum. pá er eg prófaði jarðveginn
í haug þessum með stálstaf mínum, varð jafnan fyrir honum mik-
ið af grjóti, sem örðugt var að komast niðr úr. Frá haugnum í
beinni stefnu til bœjar vottar fyrir garðlagi, sem slitnar rétt við
hauginn, enn þar dregr í mýrlenda lægð, og má því vel vera, að
garðrinn sé þar sokkinn, enn hafi legið alla leið að haugnum. Eg
gerði lítilfjörlega tilraun með hauginn, byrjaði i hinni djúpu gröf,
sem í hann var grafin, að norðanverðu, og gróf nær inn að miðju
hans, um 3 áln. á dýpt. Sökum tímaleysis og sökum fundarhalds,
sem ákveðið var, varð eigi haldið áfram, enda var verkið seinlegt,
því að í allri tungunni eða haugnum er möl, og innan um hana
hnöllungs-steinar, enn þannig er hér á Hofi jarðvegr allr.
í suðraustr frá bœnum, hér um bil 20 faðma, dregr túnið í
lægð, sem að neðan er takmörkuð af fremr lágum hól, að sunnan
af holtrana, að austan af háu melbarði, og að norðan af áfram-
haldi hæðar þeirrar, sem bœrinn stendr á. Eftir lægðinni vestan-
verðri og eftir henni endilangri liggr garðlag afarmikið, sem er
nál. 35 faðma á lengd, um 4 áln. á hæð, og 3—5 faðma á
breidd að neðan. 1 norðrenda garðsins vottar fyrir tóft nokkurri,
eigi mjög stórri, enn í austr frá endanum og upp undir melbarðið
liggr yfir lægðina þvera, að norðanverðu, garðlag, sem er talsvert
niðrsigið, einkum í vestrendann, þar sem lægst er, og er sá garðr
1) Sjá Arb. fornl.fél. 1887 bls. 81, þar sem talað er um haug þórð-
ar godda sbr. örnefnið Haugsgarðr (Laxd., útg. 1889—91 bls.. 83).