Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 112
1X2
23 fet á breidd. Dyr hafa verið á eystra hliðvegg, þar sem hann
er orðinn mjög óglöggr.
10. Heldr ofar, fyrir innan litla lægð, svo sem 3 föðmum
sunnar, er búð, n. 35 fet á lengd og 19—20 á breidd. Dyr munu
hafa verið á eystra hliðvegg við syðra gaflhlað. Snýr sem
hinar.
11. Fjórum föðmum þar fyrir sunnan, enn heldr ofar, er búð,
n. 40 fet á lengd, enn þó syðra gaflhlað mjög óglögt. Breidd 24
fet. Dyr óglöggvar.
12. Undan suðaustrhorni á þessarri búð á hól eða hæð nokk-
urri, er búð, um 70 fet á lengd og 31 fet á breidd. Dyr hafa ver-
ið á vestrvegg á nyrðra hluta hans. Veggir eru ákaflega digrir og
breiðir, einkanlega gaflhlöðin. Er þessi hin langstœrsta af öllum
hinum áðrtöldu.
13. Tæpum tveim föðmum fyrir ^estan þessa búð er hringr
einn, glöggr, nær kringlóttr, enn helzt er nokkur flati .á honum að
norðan, sem vel getr verið aflögun. Hann er um 23 fet að
þvermáli, veggir mjóir, n. 3 fet á þykt, svo sem þeir nú líta út,
enn þó greinilegir; hafa því einungis verið lágir, og lítr hringrinn
út fyrir að vera yngri enn búðirnar, þvi að veggir eru svo greini-
legir og ekkert útflattir; einungis eru í hann smágryfjur. Engar
dyr eru á hringum.
14. Á næstu hæð þar fyrir sunnan, því að í milli er grasi-
vaxin laut, er búð með dyrum, veggjum og gaflhlöðum. Hún er
54 fet á lengd, 28 fet á breidd. Dyr eru á eystra hliðvegg sunn-
arlega. Við syðra gaflhlað er útbygging. Snýr sem hinar.
15. Sex föðmum hér fyrir sunnan hefir verið mjög lítil búð,
eða ef til vill eldhús, heldr óglögt, enn veggir þó mjög digrir.
16. Nokkurum föðmum hér fyrir sunnan er búð, 39 fet á
lengd. Breidd er eigi hœgt að ákveða, þvi að búðin er orðin
mjög ólöguleg. Dyr virðast hafa verið á suðrgaflhlaði. — þ>etta
er syðsta búðin á bakkanum, því að þá tekr við hin stóra gras-
laut, er síðar verðr á minzt.
17. Fjórum föðmum fyrir vestan þessa búð er hringr einn, á-
kaflega mikill og fornlegr. Hann er 8q fet að þvermáli í norðr
og suðr, enn 94 fet í austr og vestr. þ>vermálið munar þannig að
eins 8 fetum, sem lítið ber á, á svo stórum hring. Fyrir hring
þessum sést greinilega alt í kring, þótt hann sé orðinn mjög niðr-
sokkinn, og hallar út frá honum víðast hvar, þannig að hann er
líkari upphækkun enn girðingu. Bæði að sunnan, og norðr roeð
austan og vestan, sést glögglega móta fyrir grjóthleðslum. Er því
á þessarri upphækkun mikið mannvirki. í landnorðr og útsuðr
sést ljóslega fyrir dyrum. Innan í hringnum eða upphækkuninni