Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 113
miðri, eru 2 litlar tóftir samhliða. f>essar tóftir eru unglegri enri
upphækkunin, enda snúa þær bæði öðruvís og skakt við áðrnefnd-
ar tóftir. þ>annig ásigkominn hring hefi eg eigi séð á nokkurum
þingstað fyrr, er alþing er frá skilið, enn þetta kemr mæta vel heim
við Grettis sögu (útg. 1853, bls. 163), þar sem skýrt er talað um
lögréttu á Hegranessþingi1.
Fyrir norðan þessa upphækkan er gerði, bygt ofan í hinn forna
þingstað. þ>að er eflaust meira enn dagslátta á stœrð. Girðingar
allar umhverfis eru glöggvar og ekkert útflattar. Sýnir það meðal
annars, að gerðið er bygt á siðara tíma, enda hefir verið notuð
þar til upphækkunin á nokkurum parti, og hefir hún þar við nokk-
uð aflagazt, og fyrir það er hlykkr á gerðinu. J>etta er stekkjar-
tún, er sumir kalla Ifltla-garð, og stendr þar stekkjarbrotið í miðj-
unni. þ>að liggr í augum uppi, að ekki hefir verið hafðr hér
stekkr, fyrr enn þingið var með öllu af lagt.
18. Norðr undan hringnum eða upphækkuninni er búð, sem
bæði hefir verið löng og breið, enn hvorugt verðr mælt með vissu.
19. Rétt fyrir vestan þessa búð er önnur búð, mjög stór og
niðrsokkin. Verðr og eigi mæld.
20. Norðr undan henni er búð, mjög stór með ákaflega út-
flöttum veggjum, 63 fet á lengd út á mitt gaflhlað á næstu búð
þar fyrir norðan. Er 32 fet á breidd. Dyr hafa verið á vestr-
vegg við nyrðra gaflhlað.
21. Austan við þessa búð sýnist hafa verið búð, sem er orð-
in mjög óglögg og niðrsokkin.
22. Norðr af hinni fyrrtöldu stóru búð er búð, sem er 45 fet
á lengd, 23 fet á breidd. Dyr óljósar, enn munu hafa verið á
eystra hliðvegg norðarlega. Sama gaflhlað er undir þessum stóru
búðum.
23. J>remr föðmum þar fyrir neðan kemr mjög stór búð, með
ákaflega útflöttum veggjum. Lengd 71 fet, breidd 27. Búðin er
orðin svo vallgróin, að dyr verða eigi ákveðnar.
24. Um 12 föðmum fyrir norðan þessa búð er partr af lítilli
búð og heldr ómerkilegri. Hún hefir snúið í austr og vestr, þar
sem allar hinar áðrnefndu snúa í norðr og suðr. Vestri hlutinn af
búð þessarri er horfinn undir hornið á stekkjargerðinu.
23. Fjórum föðmum þar fyrir norðan sjást leifar af búð,
1) Hinn glöggskygni vísindamaðr Vilhjálmr Finsen, sem þekti rann-
sókn S. V. á mannvirki þessu, bæði af »Isaf.« xiii. 38. og af einkanleg-
um skýrlum S. V., var honum samdóma um, að hér mundi lögrétta hafa
verið (Sjá rit hans »Om d. isl. Fristats Institutioner,* bls. 26, ath. 1.),
enda þurfti að sjálfsögðu afar vítt svæði fyrir 36 dómendr og aðra, svo
sem sækjendr, verjendr, vitni 0. s. frv.
15