Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 120
120
Helgavatn er hið sama og nú er kallað Helgavatnstjörn út ogvestr
undan Urðarvatni, vestan ár, fyrir neðan bœinn á Helgavatni. I
Melabók segir, að „pórtnóffslœkr fellr ór vatninu í ánalíl. f>etta
virðist Ijóslega að benda til, að í þá daga hafi ekkert vatn verið
fyrir vestan Vatnsdalsá, sem lœkr hafi fallið úr í ána. Enn það
vatn hefir horfið eða sameinazt Flóðinu, er það myndaðist, sem
eftir sennilegri sögn hefir myndazt, eða breytzt f áþekt horf og
von er (— það er að vísu að þorna upp), er Bjarnastaða-skriðan
féll 1720 og stýflaði upp ána. Nú fellr áin gegn um Flóðið, en
áðr hefir vatnið — sem Vatnsdalr tekr nafn af(?) — legið fyrir
vestan ána, frá skilið henni, því að annars hefði lœkr eigi getað
runnið úr Vatninu í ána.
Bauðatlalr (Vd.,Ln.) gengr suðr í fjöllin fyrir austan Vatnsdal.
Ur honum fellr Giljá (Gilja-á) niðr 1 millum bœja þeirra, er sam-
nefnt eiga við ána. — í vestr-útsuðr úr honum gengr dalverpi
nokkurt, er Seljadalr nefnist, að því er Halldór í Miðhúsum Páls-
son (prests á Höskuldsstöóum), skýrleiksmaðr hinn mesti, sagði
mér.
Karnsncs (Vd. bls. 48, 56)* 2 mun eflaust vera nes það, sem nú
er kallað Stóranes. f>að gengr fram í ána að austan fyrir framan
Hvamm, og er hið efsta af Hvamms-engjunum. f>eir Már hafa
farið fram með ánni (Vatnsd. bls. 48), því að þá hefir ekki verið
búið að leggja brúna fram undan urðinni. Annað getr það ekki
verið. J>að sést glögt á sambandinu í sögunni. Eigi sjást þar bœj-
arrústir (sbr. Vatnsd. bls 56).
Svartfellsnxýrar (Vatnsd. bls. 65) hafa heitið flár nokkuiar
fyrir sunnan og austan Svartfell, enn svo heitir uppi á há Vatns-
dalsfjalli væna bœjarleið sunnar eða framar enn Hof.
Gruðhrandsstaðir (Vatnsd. bls. 61) eru nú eigi framar nefndir
svo, heldr Guðrúnarstaðir. Nafnið hefir breytzt, svo sem svo mörg
önnur, og bœrinn verið kendr við einhvern síðara ábúanda. Guð-
rúnarstaðadalr skerst í austr-Iandnorðr úr Vatnsdal. Bœrinn stendr
norðan til í dalnum að austanverðu. f>etta stendr í sambandi við
Svartfellsmýrar og sel Guðbrands Áin fellr þar eftir dalnum rétt
fyrir neðan túnið, og fellr þar í alldjúpu gili.
Eyjarengi, er sagan nefnir (Vd. bls. 51) hefir líkast til legið í
1 Forns. 1. c. sbr. ísl. s.2 i. 175 nmgr. 12. (»vatninu«): útgg., en
réttara virðist að taka það hér sem eiginnafn. Landn. hefir hér féll
(ekki: ,fellr‘) sem kynni að vera rettara.
2) Einnig skrifuð Kársnes og Kornsnes sbr. Kál. I. B. ii. 39. not. 3.
við ber 38). Kálund vill skifa Kárnsnes sbr. fuglsnafnið karn (kárn?):
SnE. ii. 489.