Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 122
122
Grímstungu og út til Vatnsdalshóla, eða svo sem því svarar, svo
sem nú tíðkast, „í hvammi einum mjög fögrum“ segir Vatnsd.(bls.
26), og er þad sannmæli, millum tveggja mela, eða „milli holta
tveggja“ (Landn. bls. 174; Vatnsd. bls. 22) Túnið er slétt og af-
bragðsfallegt, og liggr í litlum halla alt niðr undir ána. Upp og
norðr undan bœnum, svo sem 60—70 faðma, er hæð allmikil eða
tóft, er enn í dag heitir Goðllóll. þar er fallegt og einkum er
þaðan einkarfagrt að sjá ofan yfir hvamminn og ána. Hóllinn er
að ofan með töluverðum jarðvegi, enn nokkuð blásinn að vestan.
Umhverfis hólinn sést vottr fyrir fornri girðingu. Hana má nokk-
urn veginn glögglega rekja að austan, norðan og vestan, enn á
kafla að sunnan sést ekki fyrir henni. Uppi á hólnum sést, að
einhver bygging hefir verið, því að þar sést glögt votta fyrir ein-
um vegg, er liggr i austr og vestr. Enn til allrar ólukku hefir
verið bygt stórt fjárhús sunnan og vestan í hólnum, og hefir verið
stungið upp í það bæði úr tóftinni og girðingunum, svo þar hafa'
kennimerki eyðilagzt. Fyrir því gróf eg hér ekki, og með því að
þar er lítið um grjót, munu kennimerki og eigi geta verið glögg.
í á þar skamt fyrir framan er þó nokkurt grjót. Hvergi annars-
staðar sjást merki til þess að Hofi, að hofið hafi staðið, enda er
hér hinn fallegasti staðr.
Eyjólfsstaðir eru utar í dalnum enn Hof. Svo sem 250 föðm-
um fyrir utan þá, spottakorn fyrir ofan veginn, eru lágir klettar,
er heita Skinnhúfuklettar. f>ar er klettaskúti, er og heitir Skinn-
húfuhellir, enn þar niðr eða vesti af, nær ánni, er hvammr, er og
heitir Skinnhúfuleynir. Enn heitir Skinnhúfuhylr í ánni þar ná-
Jægt. þ>essi örnefni benda til þess, að fleiri forneskjusögur hafi
geymzt í Vatnsdal enn þær, er getr í sögunni.
Marðarnúpr er alllanga bœjarleið fyrir framan Hof. f>ar er
kölluð Sundldg í túninu fyrir utan og neðan bœinn. f>að er djúp
laut og hlaðinn digr þvergarðr yfir lautina. Á, er fellr norðan við
túnið, er kölluð Gilá, og er enn í dag veitt vatni úr henni ofan í
lautina, og sá eg, að það hefði verið nýgert. f>essi Sundlág eða
Sundlaut er gamall árfarvegr, og hefir Gilá runnið þar áðr, löngu
áðr enn þar bygðist. Má það sjá af því, að túngarðr afgamall
liggr yfir þvera lautina, og er hann enn á sumum stöðum ákaflega
digr og mikill. Auðvelt er að veita ánni eða nokkuru af henni í
lautina, og er það stundum gert.
f órormstunga stendr skamt í norðr frá hálsi þeim, er gengr
í norðr í miðjum Vatnsdal milli Guðrúnarstaðadals og Forsœludals.
Ofar uppi i tungunni sést fyrir fornum tóftum og túngirðingu, og
eru þar nefndir Jökulsstaðir. Vera má, að Jökull Ingimundarson