Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 138

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 138
138 sannaðist með öllu rétt að vera, er eg nú rannsakaðí frekara með grefti, svo sem nú skal greina. Eg lét fyrst grafa ofan í litlu miðtóftina (sjá myndina), því að þar var mér mest forvitni á, er sagan segir berlega, að Gísli hafði jarðliús undir rekkju sinni (Gisl.ss. bls. 57, 144, sbr. Árb. 1883, bls. 44). Tóftin var mjög djúp í miðju. Gröfina tók eg þannig, að hún væri út fyrir hinar innri grjóthleðslur á alla vegu. Undir eins og niðr kom, varð eg var við grjóthleðslur miklar alt um kring í tóftinni. Lengd grafarinnar er vel 16 fet, enn breidd 7 fet. f>ann- ig gróf eg niðr jafnt alla gröfina, þar til er eg kom niðr i hið upp- runalega gólf tóftarinnar, sem var mjög einkennilegt. Fyrst var gólfskán eftir allri tóftinni. Hún var svartleit og lá í föstum lög- um eða flísum, svo sem hennar einkenni er, því annað er eigi gólf- skán enn það, er hefir hin fullkomnu einkenni. Innan um gólf- skánina voru drefjar af viðarkolaösku, og viðarkolamolar. Undir gólfskáninni var gólfið alt steinlagt enda í millum í tóftinni, og var steinlagið mjög svo lítið úr lagi gengið, nema á einstöku stað vóru steinarnir komnir upp. Alt í kring umhverfis, svo sem áðr var sagt, var tóftin hlaðin úr grjóti, bæði smáu og stóru. Nokkurir steinar voru hlaupnir inn úr efri lögum hleðslunnar, og lágu niðri í tóftinni. Tók eg þá upp og lagði umhverfis upp á veggina. Sumstaðar vóru hleðslusteinarnir alls ekkert úr lagi gengnir, og það svo nákvæmlega, að ekki skakkar einum þumlungi á breidd- inni. Um lengdina er hér um bil hið sama að segja, nema 2 stein- ar vóru samkvæmt lögun tóftarinnar hlaupnir inn í nyrðra veggn- um eða í gafli hennar, enn 1 sat þar óhaggaðr. Lengd tóftarinnar innanmáls reyndist því 13 /et, enn breidd 4 fet. Dýpt tóftarinnar, svo sem hún er nú, verðr, að því er næst verðr komizt, um og yfir 3 fet. Hið einkennilegasta við tóft þessa er það, að hvergi nokk- ursstaðar vóru nein merki til dyra, því að allsstaðar var steinhleðsla umhverfis, enda varð eigi séð á grjóthleðslunni, að neinsstaðar væri dyr samanhlaupnar. Má því virðast, að hér verði nokkur vandi að álykta, til hvers hús þetta hefir upprunalega verið ætlað. Enn nú eru ljós orð sögunnar, að Gísli hafði jarðhús undir rekkju sinni. Mætti þá ætla, að hér hefði verið flatreft yfir þessa litlu og þröngu bygging, og þá hafi verið þar yfir gólf, og hafi rekkjan staðið þar ofan á, þannig að holt hafi verið undir alt hvílugólfið, og hafi Gísli getað smogið ofan í gólfið, ef á þyrfti að halda, um eitthvert op, er hann einn kunni um að búa, svo að ekki sæist. Eg hygg því, að varla geti verið vafi um, að þetta litla hús i miðri byggingunni sé kvílugólf Gísla, með þessu jarðhúsi undir. þ»að . þurfti eigi að vera hærra enn hér er til tekið, til þess að hann gæti gengið þar ofan og legið þar með leynd um stund, ef á þurfti að halda. Hér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.