Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 138
138
sannaðist með öllu rétt að vera, er eg nú rannsakaðí frekara með
grefti, svo sem nú skal greina.
Eg lét fyrst grafa ofan í litlu miðtóftina (sjá myndina), því að
þar var mér mest forvitni á, er sagan segir berlega, að Gísli hafði
jarðliús undir rekkju sinni (Gisl.ss. bls. 57, 144, sbr. Árb. 1883,
bls. 44). Tóftin var mjög djúp í miðju. Gröfina tók eg þannig,
að hún væri út fyrir hinar innri grjóthleðslur á alla vegu. Undir
eins og niðr kom, varð eg var við grjóthleðslur miklar alt um kring
í tóftinni. Lengd grafarinnar er vel 16 fet, enn breidd 7 fet. f>ann-
ig gróf eg niðr jafnt alla gröfina, þar til er eg kom niðr i hið upp-
runalega gólf tóftarinnar, sem var mjög einkennilegt. Fyrst var
gólfskán eftir allri tóftinni. Hún var svartleit og lá í föstum lög-
um eða flísum, svo sem hennar einkenni er, því annað er eigi gólf-
skán enn það, er hefir hin fullkomnu einkenni. Innan um gólf-
skánina voru drefjar af viðarkolaösku, og viðarkolamolar. Undir
gólfskáninni var gólfið alt steinlagt enda í millum í tóftinni, og
var steinlagið mjög svo lítið úr lagi gengið, nema á einstöku stað
vóru steinarnir komnir upp. Alt í kring umhverfis, svo sem áðr
var sagt, var tóftin hlaðin úr grjóti, bæði smáu og stóru. Nokkurir
steinar voru hlaupnir inn úr efri lögum hleðslunnar, og lágu niðri
í tóftinni. Tók eg þá upp og lagði umhverfis upp á veggina.
Sumstaðar vóru hleðslusteinarnir alls ekkert úr lagi gengnir, og
það svo nákvæmlega, að ekki skakkar einum þumlungi á breidd-
inni. Um lengdina er hér um bil hið sama að segja, nema 2 stein-
ar vóru samkvæmt lögun tóftarinnar hlaupnir inn í nyrðra veggn-
um eða í gafli hennar, enn 1 sat þar óhaggaðr. Lengd tóftarinnar
innanmáls reyndist því 13 /et, enn breidd 4 fet. Dýpt tóftarinnar,
svo sem hún er nú, verðr, að því er næst verðr komizt, um og yfir
3 fet. Hið einkennilegasta við tóft þessa er það, að hvergi nokk-
ursstaðar vóru nein merki til dyra, því að allsstaðar var steinhleðsla
umhverfis, enda varð eigi séð á grjóthleðslunni, að neinsstaðar væri
dyr samanhlaupnar. Má því virðast, að hér verði nokkur vandi að
álykta, til hvers hús þetta hefir upprunalega verið ætlað. Enn nú
eru ljós orð sögunnar, að Gísli hafði jarðhús undir rekkju sinni.
Mætti þá ætla, að hér hefði verið flatreft yfir þessa litlu og þröngu
bygging, og þá hafi verið þar yfir gólf, og hafi rekkjan staðið þar
ofan á, þannig að holt hafi verið undir alt hvílugólfið, og hafi Gísli
getað smogið ofan í gólfið, ef á þyrfti að halda, um eitthvert op,
er hann einn kunni um að búa, svo að ekki sæist. Eg hygg því,
að varla geti verið vafi um, að þetta litla hús i miðri byggingunni
sé kvílugólf Gísla, með þessu jarðhúsi undir. þ»að . þurfti eigi að
vera hærra enn hér er til tekið, til þess að hann gæti gengið þar
ofan og legið þar með leynd um stund, ef á þurfti að halda. Hér