Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 139
»39
sýníst mjog haganlega um búið og ráðvfslega, enda er kunnugt, að
Gísli var hinn vitrasti maðr, og sýnist *það þá verða ljóst, að þessi
litla bygging, hvílugólfið, hefir verið innilukt í einum mjög þykk-
um millivegg milli beggja húsanna, því að það kom fram við rann-
sóknina með grefti, að hliðarveggir jarðhússins eru mjög svo
þunnir, og það svo, að báðir veggir þess, að þvi meðtöldu i miðju,
hafa víst eigi verið yfir 10 fet. Verðr þá hver veggr fyrir sig 3
fet á þykt, enn jarðhúsið sjálft 4 fet á breidd, og er það nœgileg
þykt, innan i miðju húsi, þá er ekki er um hærri veggi að rœða.
f>essi millumveggr, með hvilugólfinu eða jarðhúsinu innan í, verðr
þá eigi þykkri enn svo, að það gat alls ekki vakið neina tor-
tryggni eða grun, því að það er kunnugt, að fornir veggir vóru
oft mjög þykkir, t. a. m. 7—8 fet og meira. Sighvatr Grímsson
á Höfða, sem er alþektr greindarmaðr, sagði mér í þessarri ferð
minni, að þá er hann bygði baðstofu sína á Höfða 1881, þá hafi
hið gamla gaflhlað baðstofunnar reynzt q fet á þykt, og neðri partr
þess stendr enn í dag, þvi að framan á var settr timbrgafl. Eg
hefi og sjálfr fundið mjög þykkva veggi í fornum tóftum, einkan-
lega þverveggi og gaflhlöð í stórum húsum. Auðvitað er, að ein-
hversstaðar hata verið dyr eða op. svo að Gísli kœmist inn í hvílu-
gólfið, sem var ofan á þessu lága jarðhúsi, enn þær hafa verið of-
ar, og fyrir því er ómögulegt að ákveða nú með visu, hvernig
þeim inngangi hefir verið háttað. Eg vil enn segja, að þó þær
dyr hefði fundizt, eða inngangssmugan í hvílugólfið, af þeim er leit-
uðu eftir lífi Gísla, var lítil hætta búin, með þvi að þá gat Gísli
smogið ofan i jarðhúsið; enn þar á reið honum að búa um það op,
svo að það fyndist eigi. Hefir það án efa verið undir rúminu sjálfu
og mátti margvislega um það búa. Getið skal þess, að millumhús
þetta er heldr breitt á myndinni, þvi að, svo sem geta má nærri,
var hér ómögulegt að ætlast nákvæmlega rétt á um, hvar grjót-
hleðslan var beinlínis niðri, því að hleðslurnar hafa legið út til
hliðar, er húsið var svo lítið, og hlaupið sundr.
Eg rannsakaði dyrnar á eysiri tóftinni, og eru þær á sama stað
og myndin sýnir. f>ar að auki gróf eg gröf inn úr dyrunum yfir
þvera tóftina, iofeta langa og yfir 4 feta breiða, einungis til þess
að rannsaka gólfið. f>ar fann eg þegar i dyrunum gólfskán og
svo innar eftir það sem grafið var. þ>essi gólfskán var lítið eitt
ljósari enn í jarðhúsinu, og með litfum koladrefjum i. Gólf þetta lá
miklu hærra enn í jarðhúsinu, sem skiljanlegt er. Enn fremr gróf
eg litla gröf við austrgaflinn til þess að sjá þar gólflagið, og reynd-
ist það á sama hátt og af sömu dýpt.
Að siðustu gróf eg í vestrtóftina (hina stœrstu á myndinni) með
þverveggnum á jarðhúsinu. Var sú gröf 6 fet á lengd, enn 3 fet
18*