Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 23
27
Nokkru austar voru enn fleiri steinar austur við sáinn [2. sál og
sunnan við hann, en um 10 sm dýpra; virtust þeir, einkum hinir
síðastnefndu vera undan stoð(um), er þar hafa staðið undir mæni-
ás hússins. Er ,,hlóða“ steinarnir voru teknir upp var þar hörð gólf-
skán undir. — Austan við dýpsta (1.) sáinn vottaði fyrir fari eftir
kerald, fyrir norðan þann stað í gólfinu, þar sem hlóðir virtust hafa
verið, og öllu neðar en grjótið þar. Vottaði hér fyrir gjörð, en innan
hennar var móleitt musl, innan um dökkleita mold og umhverfis
kökk, er látinn hafði verið ofan í. Þverm. var 46 sm, botn -=-178.
. . . Annað kerald, eða öllu heldur sár, varð fyrir nokkru austar, um
1 m frá en um V2 m fyrir vestan sáfarið í austurhorninu. Kerald
þetta var með stöfum og botni úr furu, maukfúið. Stafahæðin (dýpt
kersins) var 67 sm, þverm. botns að innan 69 sm, víddin virtist
hafa verið minni efst, varla meiri en 53 sm. Á botni var dýptin
218 sm“ (M. Þ. 15. 7. ’27). ,,í horninu á milli sásins eystri og
sáfarsins, sem austast var, kom í ljós botn úr keri, 62 sm að þverm.
Hann var úr eik og voru gjarðaleifar um. Nokkuð vantaði af honum,
og sáfarið gekk 14 sm inn í hann að sunnan. Brotin bein úr naut-
kindum og kjálki úr sauðkind var í moldunum ofan á botninum“
(M. Þ. 1. 8. ’27). Botninn var á 173 sm dýpi. 1 þessari gólfskán
(og ef til vill nr. 29) fundust margir hlutir. Leifar af sáum og ker-
öldum, trétittur, smáhúnn, skinnpjötlur, ein með miðseymi, ullar-
lagður og bandspottar, 2 vefnaðarpjötlur, gjarðarbútur, reiptagls-
spotti, 2 fuglabein, skoltbrot úr hundi, 5 járnnaglar, járnstykki,
leifar af hníf, 2 hnífblöð, eyrþynna, látúnsspenna, 2 járnhespur, 2
bronsþynnur, bronsþorn, hlutur úr bronsi með áföstum tréleifum og
ullarpjötlur, sleggjubrot, 6 kljásteinar, brýnisbútur, 2 steinkolur og
brot af þeirri þriðju og 3 grýtubrot. — Kristján Eldjárn hefur bent
á það í grein um kléberg í Árbók Fornleifafélagsins 1949—50, að
þessi brot séu ekki fornleg, og er því ekki að undra, að þau eru ekki
dýpra í jörð en þetta, þótt kléberg muni yfirleitt merki fornrar
byggðar.
Gólf nr. 34 kom í ljós undir nr. 30 og sneri eins og það, en var
norðar á ca. 155 sm dýpi, breidd 2,7 m, lengd 4,1 m. (Ef til vill
hefur þessi gólfskán þó náð lengra vestur en teikningin sýnir). Við
norðurvegg voru þrír stoðarsteinar, yfirborð þeirra var á 146 sm
dýpi (?). Gólfið virtist vera all-öskublandið, og má vel vera, að hér
hafi verið eldhús, en ekki baðstofa eins og næsta gólf fyrir ofan (nr.
30). Meðal þess, sem fannst í þessari gólfskán, var járnbroddur og
járnhringur, kljásteinar, brýnisbrot, hrafntinna, koluskaft úr klébergi,